Eldri færslur
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Þessi er til Sölu
17.3.2008 | 09:31
Þessi glæsilegi Volkswagen Golf er til sölu á frábæru verði, eða 220.000. Hann er árgerð 1997 og er keyrður 150. 000 km. Bíllinn hefur alltaf farið í gegnum skoðanir og varla slegið feilpúst. Ný kerti, kveikjuþræðir og lok, en einnig er hann útbúinn dráttarkrók. Bíllinn er skoðaður fyrir 2008.
Nánari upplýsingar fást í síma 865-9257 eða á maili ibs2@hi.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óásættanleg vinnubrögð veiks meirihluta Röskvu í Stúdentaráði
12.3.2008 | 01:14
Mánudaginn 10. mars sl. var fundur í stjórn Stúdentaráðs þar sem eina mál á dagskrá samkvæmt fundarboði var að ráða framkvæmdarstjóra SHÍ. Þegar á fundinn var komið reyndist raunin önnur, skyndilega hafði bæst mál á dagskrá sem var að kjósa fulltrúa SHÍ í stjórn LÍN. Settur formaður SHÍ á þessum stjórnarfundi sagði að þetta mál yrði að afgreiða strax en hafði samt ekki haft fyrir því að láta vita af þessari kosningu fyrir fund. Það skal tekið fram að hann sendi póst á alla sem sátu þennan fund klukkan hálf tvö sama dag og mynntist ekki einu orði á þessa kosningu en fundurinn var klukkan 17:15.
Fulltrúar Röskvu í stjórn voru tilbúinn með sína fulltrúa og þurftum við að finna fulltrúa frá okkur á staðnum. Þar sem ég hef haft áhuga á þessu embætti þá bauð ég mig fram og tilnefndi Kristján Frey sem varamann, þar sem hann situr með mér í fjármálanefnd SHÍ. Það þarf nú varla að nefna hvernig sú kosning fór, en fulltrúar Röskvu í meirihluta voru kosnir með 4 atkvæðum gegn 3.
Þetta embætti er mjög mikilvægt, enda verður þessi einstaklingur fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN þegar næstu kjaraviðræður fara fram núna í vor. Það hefur sýnt sig að þessi veiki meirihluti Röskvu telji sig vera yfir lýðræðið hafið.
Með einungis sex atkvæða meirihluta telja þau sig ekki einu sinni þurfa að auglýsa kosningu á stjórnarfundi SHÍ þar sem kosið er um mikla ábyrgðarstöðu fyrir hönd Stúdenta við Háskóla Íslands.
Með einungis sex atkvæða mun telja þau sig eiga stúdentaráð, og það sé sjálfsagður hlutur að þeirra fulltrúar fái allar formanns og trúnaðar stöður innan SHÍ. Það að kjósa í þessar stöður er bara formsins vegna enda þarf ekki að auglýsa það að þeirra mati.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Arsenal ofmettnir!!!
16.2.2008 | 19:49
Þessi fyrirsögn er jafn heimskuleg og þegar Gallas talaði um að Ronaldo væri ofmetinn og ManUtd væru hrokafullir. Það hefur oft sýnt sig að svona yfirlýsingar fyrir leik geta komið í bakið á manni og það gerðist akkúrat núna í dag.
Að horfa á þennan leik í dag var alveg hreinn unaður og það að Ronaldo skyldi ekki vera með var eiginleg en betra því umræðan um að United geti ekkert án hans er orðin frekar pirrandi. United vann sannfærandi í dag og bara ekkert með neitt eldra lið heldur en Arsenal. Það verðu aftur á móti svakalegt þegar þessi lið mætast aftur á Old Trafford í vor, þá verður slagur. Ég er nú bara orðinn frekar spenntur fyrir þann leik því það verður ekki alveg jafn auðvelt.
Man Utd tók Arsenal í kennslustund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.2.2008 kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Biturleiki í fjölmiðlamanna
15.2.2008 | 13:08
Það má lesa mikinn biturleika hjá fjölmiðlamönnum í BNA út úr viðtengdri frétt. Auðvitað hefur Beckham gert góða hluti nú þegar fyrir Bandaríska knattspyrnu, við Evrópubúar vitum þó allavega að það sé spiluð Knattspyrna í BNA.
En svona að öllu gamni slepptu þá hefur hann auðvitað gert góða hluti. Það hefur verið uppselt á alla leiki LA. Galaxy bæði heima og úti síðan kappinn kom til liðsins. Áhuginn úti í BNA hefur aukist margfalt á knattspyrnu síðan hann kom og það er jú einmitt það sem menn vildu. Þótt að Beckam sé ekki æstur í að tala við alla fjölmiðlamenn þegar hann er ný kominn frá London og æfingatímabilið bara að byrja í BNA Þá þurfa þeir nú ekki að vera svona móðgaðir.
Síðan hvernig þessi virti fréttamaður talar um Beckham gefur góða mynd um hversu lítið þessir menn vita um þessa íþrótt. Beckham er kantmaður ekki framherji þannig að það er ekki hans aðalverk að skora heldur að spila boltanum, gefa fyrir og stoðsendingar. Síðan það að hann hafi bara spilað átta leiki er mjög einfalt, hann er búinn að vera meiddur. Þótt að hann heiti Beckham þá er hann mennskur og getur ekki spilað meiddur. Hann hefur gert góða hluti, er frábær knattspyrnumaður og sennilega einn besti leiðtogi sem hægt er að hafa á vellinum. Sjáið bara hvernig hann reif upp Enska landsliðið en það var bara því miður, fyrir þá, of seint.
Beckham sagður hörmuleg fjárfesting | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stóri Háskóladagurinn
14.2.2008 | 17:30
Ég mæli með að allir kíki á kynningu Háskóla Íslands núna á Laugardaginn í Háskólatorgi. Þetta er ekki einungis fyrir framhaldsskóla nemendur sem eru að finna sér fag fyrir frekara framhaldsnáms heldur einnig fyrir þá sem vilja kynna sér frábært nám við elsta og virtasta Háskóla á Íslandi.
Ég verð sjálfur eitthvað þarna á staðnum að kynna nám og félagslíf við Viðskiptafræðideild (e. University of Iceland School of Business), elsta og besta viðskiptaháskóla Íslands sem eldist bara nokkuð vel.
Smellið á myndina til að sjá betur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær árangur Vökuliða
11.2.2008 | 19:05
Þá er helgin liðin og maður svona nánast búinn að jafna sig eftir kosningarnar til Stúdentaráðs sem fram fóru í síðustu viku. Það má segja að við í Vöku höfum unnið frábæran sóknar sigur en Röskvuliðar hafi unnið lélegan varnarsigur. Eftir eitt ár í meirihluta stúdentaráðs er ekki gott að vinna einungis sex atkvæðum. Það má segja að þetta sé mikill áfellisdómur fyrir meirihlutann sem er varla meirihluti því sex atkvæði eftir heilt ár til að sanna sig er varla meirihluti. Stúdentar eru greinilega ekki sáttir við störf stúdentaráðs og munum við í Vöku veita meirihlutanum mikið og gott aðhald næsta árið.
Þegar maður fer að spá í þessi sex atkvæði þá spyr maður sig hverju munaði og hvað gerði útslagið. Það er spurning hvort að stuðningur eins af ríkisstjórnarflokkunum við Röskvu hafi gert gæfumuninn. Það er óskiljanlegt hvernig stjórnmálaflokkur geti stutt stúdentahreyfingu án þess að hagsmuna árekstrar geti orðið. Það að formaður ungra jafnaðarmanna reyni að verja þennan stuðning með því að segja að við í Vöku höfum fengið hjálp frá Valhöll er bara út í hött. Ég held að hún ætti að kynna sér málið betur, og ætti í raun að vita betur hafandi verið viðriðin stúdentapólitík í mörg ár. Ég er sjálfur óflokksbundinn og hef ekki fengið á neinn hátt stuðning frá neinum stjórnmálaflokk í þessari kosningarbaráttu. Ég er ekki að sjá hvernig hagsmunabarátta stúdenta eigi að geta skipst til hægri eða vinstri og kemur mér það þá óvart að Röskvu meðlimir vilji eyða kröftum stúdenta í pólitísk mál sem koma kannski ekki stúdentum við eða við getum ekki verið sammála um. Ummæli eins og Valhallar Vökustaurar sem hafa verið látin falla lýsa ekki neinu öðru en hræðslu og óöryggi með framboð sitt og er algjörlega óviðeigandi.
Ég veit til þess að innan okkar raða er gott og duglegt fólk sem leggur mikið á sig fyrir hagsmuni stúdenta, og ég veit líka að þetta er ekki allt sammála þegar kemur að landspólitík. Innan okkar raða eru jafnaðarfólk jafnt sem annað fólk og eru þau mjög svekkt og móðguð útí sinn flokk. Það kæmi mér ekki á óvart og ég hef heyrt að þessir aðilar hafa íhugað að segja sig úr Samfylkingunni eftir að upp komst að hún vinni með Röskvuliðum með jöfn lúgalegum hætti eins og raun ber vitni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íslenskur vindpoki
14.12.2007 | 16:43
Ég fann þessa mynd á netinu áðan. Þetta er kannski dæmi um hið al-Íslenska jólaveður í ár;)
Beðnir að huga að bátum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óveður undir Eyjafjöllum
14.12.2007 | 13:11
Já það er nú gaman að segja frá því að þessi sjálfvirka veðurathugunarstöð á Steinum undir Eyjaföllum er ca. 150 metrum frá húsi foreldra minna og þar sem ég ólst upp. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem hvessir í Hlíð á þessum tíma, ber að minnast jólaveðursinns 1989.
Þá vaknaði maður kl 6 um morgunin við að húsið var að hristast í sundur. Rafmagnið fór og kom ekki á fyrr en á jóladagsmorgun minnir mig. Þegar veðrið lagaðist var eins og hennt hefði verið sprengju á bæinn, öll tæki og tól lágu eins og hráviði um allar trissur, ekkert smá veður þar. Meiri að segja hertrukkurinn sem stóð á hlaðinu tókst á loft og fauk um 100 metra án þess að skilja eftir sig slóð.
Álag hefur minnkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mannorð Geirs Ólafssonar
10.12.2007 | 23:58
Í þessum þáttum sýndi Geir hvernin ætti að fara að konum með því að vera að riðlast á uppblásinni dúkku í hverjum þætti í allskins stellingum á hinum ýmsu stöðum. Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á Geir að Erpur skildi ræða þetta og sýna klippur af þessum atriðum. Geir kallar þetta "bernskubrek" sem mér finnst mjög fyndið þar sem maður myndi halda að maðurinn væri nú orðinn það fullorðinn að hann ætti að hafa haft eitthvern þroska fyrir aðeins tvemur árum síðan.
Geir segir í Ísland í dag að hann sé að reyna að breyta ýmind sinni, sé að gefa út nýjan disk og sé orðin alvöru, bíddu hann var þá bara að grínast öll þessi ár þá? Fyrir mér hefur hann ekki verið neitt annað en trúður öll þessi ár, syngjandi þessi tvö lög sín um allan bæ í þessum gjörsamlega veruleikafyrta heimi sínum. Það getur vel verið að þessi nýja plata hans sé voða flott, ég veit ekkert um það, en ég veit að hann verður að gera meira en að gefa út einn disk sem inniheldur meira en tvö lög til að ég taki hann alvarlega.
Ég ætla að koma með dæmi um kynni mín af honum sem "skemmtikraft" og það má alveg fylgja að þetta eru einu kynni mín af honum. Vorið 2005 var haldinn árshátíð Mágusar, félags viðskiptafræðinema við Háskóla Íslands. Þemað á þessa árshátíð var New York og var öllu tjaldað til, Páll Óskar sá um tónlist og fleirri flottir skemmtikraftar tóku þátt. Vegna þemans þótti þjóðráð að fá sjálfan Geir Ólafs til að koma sem leynigestur og taka nokkra Sinatra smelli. Haft var samband við kallinn og og hann tók bara vel í þetta. Þegar hann var síðan spurður hvort ekki ætti að hringja í hann rétt fyrir árshátíðinni og minna hann á þetta brást hann illa við og sagðist nú vera atvinnumaður og væri með þetta allt á hreinu. Svo kemur að stóra deginum og engin Geir mætir, ég reyni allt sem ég get til að verða mér út um númerið hans þar sem engin tölva er nettengd og engin símaskrá á staðnum. Ég spyr aðra skemmtikrafta sem mættir voru og hringi í umboðsmenn en allstaðar fæ ég sama svarið, engin með númerið hans og þetta sé einmitt ástæðan, það er ekkert að marka sem þessi maður segir. Nokkrum dögum hringir hann reyndar og býðst til að taka lagið í skólanum, já það var nú líklegt.
Næsta vetur er hann síðan fengin til að vera með smá uppistand fyrir stelpur félagsins á kvennakvöldi sem var haldið. Hann mætir nú í þetta skiptið en stelpurnar fá fljótt nóg, hann byrjar á því að rakka þær niður. Segir þeim bara að þær eigi ekkert að vera að hamast í þessu réttinda kjaftæði og eigi bara að vera heima í eldhúsinu að vaska upp.
Ég verð nú að segja að ef að Geir Ólafsson ætlar að reyna að bæta mannorð sitt og láta fólk líta á sig sem alvöru tónlistarmann þá þarf hann að gera meir en að gefa út einn disk.
Bloggar | Breytt 11.12.2007 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Besti fótboltamaður Íslands fyrr og síðar kostaði 5 krónur og ís
12.11.2007 | 00:27
Ég var að flækjast eitthvað á netinu núna um helgina og fór meðal annars inn á eyjar.net og rakst þar á þessa skemmtilegu grein.
Besti fótboltamaður Íslands fyrr og síðar kostaði 5 krónur og ís
Ásgeir Sigurvinsson keyptur úr Þór yfir í TýrÞað er orðið alþekkt í fótboltaheiminum að leikmenn gangi kaupum og sölum en elsta sagan hér af landi af slíku fjallar um mann sem margir telja besta knattspyrnumann Íslands fyrr og síðar.
Atvikið varð upp úr 1960 þegar Ásgeir Sigurvinsson var keyptur í fyrsta sinn, og kaupverðið 5 krónur og ís.
Ásgeir hafði hafið feril sinn sem leikmaður Þórs í Vestmannaeyjum en þegar Adólf Óskarsson íþróttafrömuður í eyjum sá til hans vissi hann að þarna var mikið efni sem hann varð að fá yfir í sitt lið, Tý.
Hófust þá samningaviðræður milli þeirra sem enduðu á því að Ásgeir samþykkti að ganga til liðs við Týr, aðeins fimm ára gamall, gegn því að fá í greiðslu fimm krónur og ís.
Ásgeir sjálfur mundi ekki eftir atvikinu þegar við höfðum samband við hann en sagðist oft hafa heyrt söguna og teldi að hún sé sönn.
Adólf Óskarsson var með Ásgeiri í yngri flokkunum hjá Týr og spurning hvort þessi gamli frjálsíþróttamaður hafi gert sér grein fyrir því að þara færi leikmanaður sem átti eftir að vera besti knattspyrnumaður í Þýskalandi 20 árum síðar. Þar í landi sló hann svo í gegn að Þjóðverjar kvörtuðu sáran yfir því að geta ekki valið hann í landslið sitt."
Það er spurnin hvort Ásgeir hafi verið fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem keyptur var á milli liða og þá á milli erkióvinanna í Vestmannaeyjum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)