Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Match Day

ManUnited42Þá er miðvikudagurinn runnin upp bjartur og fagur, tilvalinn til knattspyrnuiðkunar. Ég er svo spenntur fyrir kvöldinu að ég veit eiginlega ekki hvort ég nái að halda einbeitingunni yfir námsbókunum í dag en ég verð að reyna.

Þetta verður svaka leikur og það er gjörsamlega ómögulegt fyrir mig að spá fyrir um úrslitin en ég vona bara að Man Utd nái að tefla fram sínu sterkasta liði. Það er númer eitt, tvö og þrjú að halda markinu hreinu. Allavega ekki hleypa Barcelona meira en einu marki á undan inn í næsta leik því þá verður þetta fyrst erfitt. Nú mæðir á vörn og marki. Menn eins og Ronald og Rooney verða að einnig rísa upp og sína sitt allra besta. Ég bíst við að Giggs og Scholes byrji þennan leik og ég bara vona að þeir spili betur en þeir hafa verið að gera.

þetta er alvöru og alltof mikið undir til að klúðra þessu. Einn stærsti úrslitaleikur til margra ára í meistaradeildinni gæti verið í aðsigi milli tveggja enskra liða en það veltur allt á Man Utd.

Ég reikna með að vera í góðra vina hópi að horfa á leikinn og það er vonandi að það verði kátt í höllinni. 


mbl.is Ferguson vill skrifa nýjan kafla í sögu United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband