Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Vaka lætur verkin tala og fer alla leið

Það er gaman að vera hluti af svo öflugu og framtaksömu fólki eins og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, er í raun. Frá því frumvarp um opinbera háskóla var lagt fram hefur sérstakur hópur innan Vöku leigið yfir því til að taka það sem gott er og það sem betur mætti fara, allt með hagsmuni stúdenta fyrir brjósti.

Úr því varð greinagerð sem er félaginu til mikils sóma. Það má sjá á þessu að Vaka er ávallt með puttann á púlsinum og sefur aldrei á verðinum í hagsmunabaráttu stúdenta. Með Kristján Frey Kristjánsson oddvita Vöku fremstan í flokki höfum við leitt þessa umræðu fyrir hönd stúdenta með glæsibrag.

Baráttan heldur áfram á morgun en þá verður málþing um frumvarpið klukkan 11 í stofu 101 í Háskólatorgi þar má fastlega búast við skemmtilegum og fróðlegum umræðum þingmanna og stúdenta.

Framsögufólk er eftirfarandi:

Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis
Katrín Júlíusdóttir, menntamálanefnd Alþingis
Katrín Jakobsdóttir, menntamálanefnd Alþingis
Höskuldur Þórhallsson, menntamálanefnd Alþingis
Jón Magnússon, menntamálanefnd Alþingis
Kristján Freyr Kristjánsson, fjármálanefnd Stúdentaráðs
 

 

 


mbl.is Harma tillögur um að fækka fulltrúum stúdenta í háskólaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband