Eldri fćrslur
Smá sýnishorn
18.5.2010 | 17:57
Ţađ mistur sem hefur veriđ hérna á Höfuđborgarsvćđinu í dag er einungis smá sýnishorn af ţví sem fólk hefur ţurft ađ ţola fyrir austan fjall. Ég var heima undir Eyjafjöllum í nokkra daga í síđustu viku og ţar fékk ég ađ kynnast myrkri um hábjartan dag. Svo viđ skulum ekki missa okkur yfir smá ryki hérna í á Höfuđborgarsvćđinu ţótt viđ teljum okkur vera merkileg.
Neđstu myndina tók ég á svölunum hjá mér í Garđabćnum eftir ađ ţađ hafđi rignd dálitlu ryki. Hinar eru síđan á fimmtudag og föstudag undir Eyjafjöllum.
Aska yfir borginni | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Ţetta er Vaka, félag lýđrćđissinnađra stúdenta viđ Háskóla Íslands
3.2.2010 | 11:50
Ţađ er kosiđ í dag til Stúdentaráđs og Háskólaráđs í Háskóla Íslands. Ég hvet alla ţá sem hafa ađgang ađ uglu ađ nýta sér atkvćđisrétt sinn og kjósa Vöku, X-A!
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Einkunnaskil Háskóla Íslands haustmisseri 2009
2.2.2010 | 15:13
Í reglum fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 segir í 1. mgr. 60. gr. um prófverkefni og mat úrlausna: ,,Einkunnir skulu birtar í síđasta lagi tveimur vikum eftir hvert próf, en ţremur vikum eftir hvert próf á próftímabili í desember. Sami skilafrestur gildir fyrir námskeiđ sem lýkur án skriflegs prófs og fyrir próf og verkefnaskil sem fram fara utan reglulegra próftímabila."
Réttindaskrifstofa Stúdentaráđs hefur tekiđ saman einkunarskil kennara Háskóla Íslands fyrir haustmisseri 2009. Allar upplýsingar sem koma fram í ţessari samantekt eru teknar af vefsíđunni prof.is.
Alls voru tekin 516 skrifleg lokapróf í Háskóla Íslands á haustmisseri 2009. 113 einkunnir skiluđu sér of seint eđa eftir ađ 21 daga fresturinn var liđinn. Ţađ gera tćp 22% af einkunnnum. Ađ mati réttindaskrifstofu eru ţetta sláandi tölur og mjög alvarlegt mál ađ tćpur fjórđungur kennara viđ Háskóla Íslands skuli brjóta reglur um einkunnaskil.
Ţegar rýnt er í sérstök sviđ kemur í ljós ađ ţađ sviđ sem fer fram yfir á flestum einkunum er heilbrigđisvísindasviđ en ţar voru 27 af 98 einkunnum sem skiluđu sér ekki á réttum tíma eđa 28%. Nćst á eftir kemur hugvísindasviđ međ 26 einkunnir af 145 eđa 18% af einkunnum. Ţá kemur nćst félagsvísindasviđ međ 24 einkunnir af 106 eđa 23%. Verkfrćđi- og náttúruvísindasviđ kemur nćst međ 23 af 121 eđa 19%. Ţađ sviđ sem er međ fćstar einkunnir fram yfir tíma er menntavísindasviđ en ţar voru 13 einkunnir af 46 sem bárust of seint en ţađ gerir samt 28% hlutfall.
Ţegar litiđ er á hverja deild fyrir sig kemur í ljós ađ deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda eru međ flestar einkunnir sem fara fram yfir skilafrest eđa 14. Nćst á eftir koma hjúkrunarfrćđideild, kennaradeild og líf- og umhverfisvísindadeild öll međ 10 einkunnir seinar. Fimm deildir koma hins vegar mjög vel út og skiluđu öllum einkunnum á réttum tíma. Ţetta eru matvćla- og nćringarfrćđi, sálfrćđideild, íţrótta,- tómstunda,- og ţroskaţjálfadeild, jarđvísindadeild og rafmagns og tölvunarfrćđideild. Eftirfarandi tafla sýnir stöđu hverrar deildar.
| Fjöldi prófa | Seinar einkunnir | Hlutfall |
Félags- og mannvísindadeild | 24 | 2 | 8% |
Félagsráđgjafadeild | 7 | 4 | 57% |
Hagfrćđi | 19 | 7 | 37% |
Lagadeild | 9 | 1 | 11% |
Viđskiptafrćđi | 27 | 9 | 33% |
Stjórnmálafrćđideild | 20 | 1 | 5% |
Samtals | 106 | 24 | 23% |
|
|
|
|
|
|
|
|
Hjúkrunarfrćđideild | 23 | 10 | 43% |
Lyfjafrćđi | 13 | 2 | 15% |
Lćknadeild | 38 | 8 | 21% |
Matvćla- og nćringarfrćđi | 4 | 0 | 0% |
Sálfrćđideild | 9 | 0 | 0% |
Tannlćknadeild | 11 | 7 | 64% |
Samtals | 98 | 27 | 28% |
|
|
|
|
|
|
|
|
Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda | 75 | 14 | 19% |
Guđfrćđi- og trúarbragđafrćđideild | 14 | 5 | 36% |
Íslensku- og menningardeild | 39 | 3 | 8% |
Sagnfrćđi og heimspekideild | 17 | 4 | 24% |
Samtals | 145 | 26 | 18% |
|
|
|
|
|
|
|
|
Íţrótta,-tómstunda,- og ţroskaţjálfadeild | 9 | 0 | 0% |
Kennaradeild | 30 | 10 | 33% |
Uppeldis- og menntunarfrćđideild | 7 | 3 | 43% |
Samtals | 46 | 13 | 28% |
|
|
|
|
|
|
|
|
Iđnađarverkfrćđi-, vélaverkfrćđi-, tölvunarfrćđideild | 27 | 4 | 15% |
Jarđvísindadeild | 9 | 0 | 0% |
Líf- og Umhverfisvísindadeild | 28 | 10 | 36% |
Rafmagns- og tölvunarverkfrćđideild | 9 | 0 | 0% |
Raunvísindadeild | 35 | 8 | 23% |
Umhverfis og byggingarverkfrćđideild | 13 | 1 | 8% |
Samtals | 121 | 23 | 19% |
|
|
|
|
Samtals próf | 516 | 113 | 22% |
Taka skal fram ađ lagadeild fékk auka 7 daga til ađ fara yfir Almenna lögfrćđi ásamt ágripi af réttarsögu. Réttindaskrifstofa hefur hins vegar ekki séđ ţá undanţágu og verđur sú einkunn ţess vegna höfđ hér.
Ţađ er mat Réttindaskrifstofu Stúdentaráđs Háskóla Íslands ađ brot kennara á reglum Háskóla Íslands séu mjög alvarleg og ađ Háskólinn eigi ţegar í stađ ađ gera tilheyrandi ráđstafanir til ađ koma ţessu í lag. Sein einkunnaskil fresta útborgun Lánasjóđs íslenskra námsmanna og getur ţađ valdiđ stúdentum fjárhagslegu tjóni. Ţađ er eitthvađ sem Stúdentaráđ sćttir sig ekki viđ. Stúdentaráđ hefur áđur kvartađ til umbođsmanns Alţingis vegna einkunnaskila og gaf hann Háskólanum áminningu vegna slakra skila. Ef ekki verđur tekiđ á einkunnaskilum af hálfu Háskólans mun Stúdentaráđ leita allra leiđa til ađ fá reglum fylgt.
fh. Réttindaskrifstofu SHÍ
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Hagsmuna og lánasjóđsfulltrúi SHÍ
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Engir Stúdentar enginn Háskóli
1.12.2009 | 14:16
Veturinn 2008-2009 tók Háskóli Íslands gott og ţarft framfaraskref í átt ađ betri ţjónustu viđ Stúdenta. Eftir margra ára baráttu Stúdenta var loks hćgt ađ taka upptöku- og sjúkrapróf strax eftir annarprófin eđa í janúar og desember. Var ţetta af flestra mati góđ ţróun og skref í rétta átt fyrir Háskóla sem vill láta taka sig alvarlega og keppist um ađ veita stúdentum bestu mögulegu ţjónustu sem íslenskur Háskóli getur veitt.
Ţađ kom ţví sem ţruma úr heiđskíru lofti fyrir okkur Stúdenta ţegar nokkrar af stćrstu deildunum innan Háskólans ákváđu skyndilega ađ hörfa til baka međ ţessar breytingar og afnámu sjúkra- og upptökupróf í janúar og desember fyrir ţennan vetur 2009-2010. Án nokkurs fyrirvara eđa samráđs viđ stúdenta var ţessi ákvörđun tekin ţvert á reglur Háskóla Íslands. Í reglum Háskóla Íslands stendur međal annars skýrt um próf og próftímabil ađ í kennsluskrá skuli birtar almennar upplýsingar um próf, ţjónustu viđ stúdenta, réttindi ţeirra og skyldur. Viđ ţađ skal miđađ ađ kennsluskráin sé birt á vef háskólans í mars ár hvert fyrir komandi háskólaár. Allar breytingar á kennsluskrá skal tilkynna stúdentum skriflega eigi síđar en viđ upphaf kennslumisseris.
Ţessar reglur voru ţver brottnar og barst ekki tilkynning til stúdenta um ţessar breytingar fyrr en um mitt misseri. Í sumum deildum var ekki einu sinni haft fyrir ţví fyrr ađ breyta kennsluskrá fyrr en í lok nóvember. Ţađ er ţví óskiljanlegt ađ Háskóli Íslands sem hefur oft veriđ nefndur sem flaggskip íslenskrar menntunar sýni stúdentum ţađ virđingarleysi ađ brjóta sýnar eigin reglur á kostnađ okkar stúdenta. Ţarna kemur ţví miđur fram ţađ hugarfar sem stjórnendur Háskólans virđast oft hafa til stúdenta.
Ţessar breytingar koma sér sérstaklega illa fyrir okkur. Sem dćmi má nefna ađ nú gengur skćđ flensa yfir landann og ţegar dagarnir verđa kaldari og veturinn fćrist yfir má alveg búast viđ ţví ađ fleiri veikist og geti ţess vegna ekki tekiđ öll sín próf og skilađ fullnćgjandi námsárangri. Ţessir einstaklingar geta ekki tekiđ sjúkrapróf í Háskóla Íslands fyrr en í júní, hérna held ég ađ ţađ sé gott ađ staldra viđ og minna á ađ núna er 21. öldin en svona virkar ţetta bara hérna megin viđ Vatnsmýrina! Ţessir stúdentar eiga ţađ á hćttu ađ ná ekki nćgilegum námsárangri til ađ fá greitt út námslánin sín sem eru oft einu tekjur ţeirra yfir veturinn. Ţađ er nokkuđ hart ađ ţurfa ađ bíđa eftir tekjum fram í júní ef mađur dettur í flensu í eina viku í desember.
Viđ Stúdentar höfum bent á ţetta ósanngirni frá ţví ađ máliđ kom upp. Um 3.600 manns skrifuđu á undirskriftalista og hvöttu Háskólann til ađ taka til baka ákvörđun sína. Viđ höfum talađ fyrir mjög daufum eyrum háskólayfirvalda sem kippa sér lítiđ upp viđ skođanir Stúdenta. Enda eru ekki nein viđurlög viđ ţví ţegar Háskólinn sjálfur brýtur sínar eigin reglur, bara ţegar nemendum verđur á. Ekki einu sinni rektor gat gefiđ sér 5 mínútur af sínum tíma yfir heila vikur til ađ taka á móti undirskriftum og hlusta á ţađ sem stúdentar höfđu ađ segja.
Hvađ segir ţetta okkur um stjórnun Háskóla íslands? Er ţađ ţannig ađ rektor og ađrir stjórnendur ţessarar menntastofnunar vinni hér einungis fyrir hvorn annan en ekki stúdenta. Fyrir hverja er ţá Háskólinn? Er hann bara fyrir frćđimenn til ađ sinna rannsóknum sínum, skrifa í fín tímarit og stúdentar eru hafđir međ svo hćgt sé ađ kalla ţetta skóla. Ţessi ákvörđun um breytingar á sjúkra- og upptökuprófum er ţví miđur ekki einsdćmi um umdeildar ákvarđanir sem eru teknar á bak viđ stúdenta. Ég held ađ stúdentar eigi ţađ skiliđ ađ á ţá sé hlustađ og ţeir hafđir međ í ráđum ţegar stórar og umdeildar ákvarđanir eru teknar. Til ađ viđ getum ţróađ međ okkur gott og farsćlt háskólasamfélag ţurfum viđ ađ byrja á ađ ţróa gott samstarf og gagnkvćma virđingu. Háskóli Íslands er í virkri samkeppni viđ ađra skóla bćđi innanlands sem utan og ţess vegna minni ég háskólayfirvöld á ţađ ađ engir stúdentar ţýđir enginn Háskóli.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Vaskir og vel vakandi vökuliđar sýna hér á skemmtilegan hátt hvernig ţeir gćta hagsmuna stúdenta hvar og hvenar sem er.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir vilja Lilju kveđiđ hafa!
16.9.2009 | 15:19
Allir vildu Lilju kveđiđ hafa er máltćki sem á vel viđ ţegar kemur ađ nýjum úthlutunarreglum LÍN. Ég las í einhverju Röskvu riti í gćr skemmtilega grein eftir oddvita og spunameistara Röskvunnar, Bergţóru Snćbjörnsdóttur, ţar sem hún heldur ţví fram ađ Vaka hafi ekkert komiđ ađ nýju úthlutunarreglum LÍN og ţessi hćkkun hafi bara veriđ sjálfgefin. Ekkert hafi heyrst frá Vökufólki heldur hafi starfsfólk Stúdentaráđs séđ um ţá vinnu. Ég efast nú um ađ ég ţurfi ađ minna hana Bergţóru á hvernig kosningarnar fóru síđasta vetur og ađ Vaka stýrir nú starfi Stúdentaráđs. Ég vćri svo sem alveg til í ađ minna hana á ţađ á hverjum degi, ţađ er ekki vandamáliđ.
Ţađ er alveg á hreinu ađ aldrei hafa kjör stúdenta og tilraunir ţeirra til ađ fá leiđréttingu kjara sinna hljómađ jafn hátt eins og núna í vor og sumar. Ţetta byrjađi allt 16. apríl međ glćsilegum borgarafundi sem haldinn var í Háskólabíó fyrir Alţingiskosningarnar. Ţar komu saman fulltrúar stjórnmálaflokkanna á pallborđi til ađ rćđa kjör stúdenta og svara spurningum. Einnig hélt Vaka svipađan frambođsfund á Háskólatorgi til ađ skerpa á kröfum stúdenta um betri kjör. Í framhaldinu komu fundir sem viđ sátum međ ráđherra, áskoranir voru skrifađar og blađa-, útvarps- og sjónvarpsviđtöl voru tekin ţar sem viđ viđruđum hugmyndir ađ lausnum. Stúdentaráđ stóđ síđan fyrir međmćlafundi á Austurvelli 11. júní til ađ mótmćla engri hćkkun námslána. Hérna er kannski lag ađ staldra viđ og minna oddvitann og spunameistarann á hvađa fylking stýrir Stúdentaráđi ţetta starfsáriđ.
Í ţessari fróđlegu grein talar oddvitinn og spunameistarinn einnig um ađ námsmenn hafi lítiđ sem ekkert vćgi innan stjórnar eigin lánasjóđs heldur fari kjarabaráttan alfariđ fram undir hćl stjórnvalda. Ţetta finnst mér frábćrt ađ heyra, ţađ er ţó greinilegt ađ ţađ hafa orđiđ miklar framfarir eftir ađ ég settist í stjórn LÍN ef ţetta hefur veriđ svona ţegar Röskva átti sína fulltrúa ţarna inni. Ţađ er ţá ekki skrítiđ ađ lítiđ sem ekkert hafi orđiđ ágengt í ţessum málum ţegar Röskva stýrđi viđrćđunum fyrir hönd stúdenta síđustu árin. Ţau hafa greinilega bara fengiđ allt upp í hendurnar og veriđ bara nokkuđ sátt. Námslánin hafa rétt slefađ yfir 100 ţúsund krónurnar og árangurinn" prentađur á rándýran pappír fyrir hverjar kosningar til ađ reyna ađ sannfćra stúdenta um ađ ţau sé eina fólkiđ sem sé treystandi fyrir Lánasjóđsviđrćđunum. Viđ sjáum ţađ núna.
Eftir ađ hafa setiđ um 20 fundi til ađ komast ađ niđurstöđu hvernig úthlutunarreglurnar skildu líta út var tekiđ af skariđ og ţćr samţykktar nánast án breytinga af meirihluta stjórnar LÍN. Viđ fulltrúar stúdenta í stjórn LÍN kusum gegn nýju reglunum í vor og neituđum ađ skrifa undir. Viđ sögđum ekki bara ,,já og amen" eins og oddvitinn og spunameistarinn virđist halda ađ sé eina leiđinn. Ţađ er kannski rétt ađ rifja upp hvernig reglurnar voru samţykktar voriđ 2008 í meirihluta Röskvu en ţađ er hćgt HÉR.
Á nćsta stjórnarfundi eftir ađ meirihlutinn samţykkti reglurnar lögđum viđ stúdentar fram bókun ţar sem viđ kröfđumst ţess ađ lögfrćđingur vćri fenginn til meta hvort nýju reglurnar stćđust lög sjóđsins sem segja hlutverk hans vera ađ tryggja öllum jafnrétti til náms. Ţessari bókun var hafnađ ţar sem ţađ ţótti nokkuđ víst ađ sjóđurinn uppfyllti ekki ţessa lagalegu skyldu sína. Ţarna voru hjólin farin ađ rúlla aftur og mikil vinna fór af stađ innan ráđuneytanna til ađ finna auka fjármagn fyrir kröfuharđa stúdenta sem voru ekkert á ţví ađ gefa eftir. Sú vinna skilađi sér loks nú í september međ 20% hćkkun námslána sem er meiri hćkkun en elstu menn muna í einu stökki og er vćgast sagt glćsilegur árangur.
Tekjuskerđing upp á 35% voru ţó vonbrigđi. En eftir ađ hafa átt samtal viđ menntamálaráđherra ţar sem hún sagđi ađ ţetta vćri bara tímabundin hćkkun međan ástandiđ í ţjóđfélaginu vćri eins slćmt og ţađ er ţá hef ég trú á ţví ađ ţađ lćkki fljótt. Viđ munum allavega ekki gefa neitt eftir í ţeim málum og sćkja fast ađ ţví, líkt og gert var međ hćkkun framfćrslunnar. Hćkkun tekjuskerđingar kom til svo mögulegt vćri ađ hćkka framfćrsluna enn meira en ţví til bóta kemur frítekjumark upp á 750 ţúsund krónur upp á móti. Nýjar úthlutunarregur kalla fram hćkkun hjá um 80% námsmanna eđa öllum ţeim međ árstekjur undir 1.760.000 kr.
Ţađ er nefnilega ţannig ađ í Vöku er skynsamt fólk, og ţađ er eins og oddvitinn og spunameistarinn geri sér ekki grein fyrir ađ ţađ er ekki bara nóg ađ skrifa grein í blađiđ. Viđ förum og tölum viđ fólk, leitum ađ sáttarleiđum og hjálpum til viđ ađ finna lausnir. Ef oddviti og spunameistari Röskvu hefđi ekki eitt helmingi starfsársins erlendis ţá kannski vissi hún betur og vćri meira inni í málunum. Ţađ er nú bara ţannig ađ Vaka er hagsmuna- og framkvćmdarafl stúdenta sem er alltaf til stađar.
Ţađ ađ Röskvan reyni ađ slá sandi í augu stúdenta og sannfćra fólk um ađ svokölluđ ,,Röskvuleiđ" hafi veriđ farin er nú bara nokkuđ hlćgilegt. Enn og aftur finnst mér ég verđa ađ minna ţau á hvađa fylking stýrir nú starfi Stúdentaráđs. Ef nýjar úthlutunarreglur fela í sér hina svokölluđu ,,Röskvuleiđ", af hverju var hún ţá ekki farinn öll ţau ár sem Röskva sat í meirihluta Stúdentaráđs og stýrđi Lánasjóđsviđrćđunum fyrir hönd stúdenta. Ţađ er ţá sjálfsagt ţannig ađ ţau eru best geymd sem minnihluti ţví einungis ţannig virđast ţau koma einhverju í verk!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Háskólinn braut sín eigin lög
23.7.2009 | 08:36
Fjármálanefnd Stúdentaráđs Háskóla Íslands skorađi á Háskóla Íslands ađ endurskođa hvort sú 15% álagning sem lögđ var á skráningargjöld sem greidd eru eftir gjalddaga stćđist lög um opinbera háskóla.
Nefndin taldi ađ ţessi fyrirvaralausa hćkkun ćtti sér ekki stođ í lögum um opinbera háskóla og jafnframt er alla jafna óheimilt ađ leggja vanefndarálag á reikninga fyrir eindaga ţeirra. Samkv. 2. og 3. mgr. 24. laga um opinbera háskóla segir:
- Háskóla er heimilt ađ afla sér tekna til viđbótar viđ framlög skv. 1. mgr. međ:
- Heimilt er ađ taka 15% hćrra gjald af ţeim sem fá leyfi til skrásetningar utan auglýstra skráningartímabila, sbr. a-liđ 2. mgr.
Fjármálanefnd SHÍ taldi í áskorun sinni ađ Háskóli Íslands hefđi ekki heimild til ađ hćkka skráningargjöldin á ţessum grundvelli. Skráning í Háskóla Íslands fyrir haust- og vormisseri 2009-2010 fer fram 23. - 27.mars 2009 samkvćmt kennslualmanaki HÍ. Viđ skráninguna verđur svo til krafa um greiđslu skráningargjalds sem ekki skal rugla saman viđ skrásetninguna sjálfa.
Stúdentaráđ hótađi ţví ađ fara međ máliđ fyrir umbođsmann Alţingis ef ađ Háskólinn myndi ekki hverfa frá ţessari ráđstöfun.
Áskorun ţessa efnis var send skrifstofustjóra nemendaskrár og fjármálastjóra Háskóla Íslands 21. júní sl.
Falliđ frá 15% álagi á skráningargjald í HÍ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki ásćttanlegt fyrir Stúdenta
9.6.2009 | 23:27
Ef enginn hćkkun verđur á krónutölu til Lánasjóđs Íslenskra námsmanna er um gífurlega kjaraskerđingu ađ rćđa til námsmanna. Ţađ er mín skođun ađ međ ţessari ákvörđun er gengiđ mjög nćrri lögum sjóđsins en ţar stendur Hlutverk Lánasjóđs íslenskra námsmanna er ađ tryggja ţeim sem falla undir lög ţessi tćkifćri til náms án tillits til efnahags." Međ ţví ađ halda framfćrslu viđ 100.000 krónurnar er veriđ ađ gera háskólamenntun ađ forréttindum hina ríku. Eins og framfćrslan er reiknuđ núna er gert ráđ fyrir ađ námsmađur geti unniđ sér inn rúma milljón yfir sumariđ en ţađ eru mjög óraunhćfar tölur. Atvinnumöguleikar námsmann hafa dregist saman frá ţví sem áđur var og núna er útlit fyrir ađ stór hluti ţeirra nái ekki endum saman. Ţá er eina leiđin ef ekki vinna fćst ađ leita til einhverskonar bóta, hvort sem er félagslegur styrkur sveitarfélaga eđa atvinnuleysisbćtur.
Viđ núverandi stöđu í ţjóđfélaginu er ljóst ađ fjármagnsţörf Lánasjóđsins mun aukast frá undangengnu skólaári, fjölgun námsmanna er veruleg og ljóst ţykir ađ námsmenn munu í auknum mćli leita eftir ađstođ frá LÍN. Í dag eru ţúsundir námsmanna lánţegar hjá LÍN og eru lánin ein af undirstöđum jafnréttis til náms. Mikilvćgara er ţví nú en nokkru sinni fyrr ađ reisa skjaldborg um Lánasjóđinn og tryggja honum ţađ fjármagn sem hann ţarf til ađ sinna hlutverk sínu viđ ađ tryggja ţeim námsmönnum sem falla undir lög um sjóđinn, tćkifćri til náms án tillits til efnahags.
Međ fjárfestingu ríkisins í LÍN er veriđ ađ fjárfesta í framtíđinni. Fjárfestingin skilar sér margfalt til baka í vel menntađri kynslóđ sem tekur virkan ţátt í ađ efla íslenskt ţjóđfélag.
Námsmannahreyfingarnar munu ekki skrifa undir ţessar úthlutunarreglur án frekari hćkkanna. Bođađ hefur veriđ til samstöđufundar námsmanna viđ Austurvöll fimmtudaginn nćstkomandi 11. júní. Fundurinn hefst kl. 16:00 og eru námsmenn allir hvattir til ađ mćta, sýna samstöđu og mótmćla ţví skelfilega ástandi sem stúdentar munu búa viđ nćsta vetur, verđi ekkert ađ gert!
Ekkert svigrúm til hćkkana | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Trúverđugt Stúdentaráđ
5.6.2009 | 14:55
Ég harma niđrandi umfjöllun um störf Stúdentaráđs Háskóla Íslands sem ratađ hefur í fjölmiđla á undanförnum vikum. Ráđiđ hefur setiđ undir mjög alvarlegum og óvćgnum ásökunum um starfshćtti og trúverđugleika ţess frá sitjandi fulltrúum minnihlutans. Ég tel óeđlilegt ađ gagnrýni sem ţessi skuli sífellt rata í fjölmiđla en sé aldrei borin beint undir ţá ađila sem gagnrýnin beinist ađ.
Ţađ er skiljanlega óbćrilegt ađ missa meirihluta Stúdentaráđs međ jafn afgerandi hćtti og gerđist nú í febrúar. Sigur Vöku međ yfir 200 atkvćđum var stórglćsilegur, verđskuldađur og sá stćrsti í árarađir. Ţađ er trú meirihlutans ađ sigurinn hafi unnist međ skýrri og ákveđinni stefnu Vöku en í umrćddri kosningabaráttu var lögđ mikil áhersla á baráttu gegn fyrirhuguđum gjaldskyldum bílastćđum. Núverandi meirihluti telur óeđlilegt ađ stúdentum hafi aldrei veriđ kynntar ákvarđanir háskólaráđs um fyrirhuguđ gjaldskyld bílastćđi og ađ Stúdentaráđ hafi ekki beitt sér af krafti gegn ákvörđuninni á síđasta starfsári.
Vegna ásakana um rangfćrslur og ósannindi af hálfu Stúdentaráđs fór ég einu sinni sem oftar á fund góđvinar míns Ingjalds Hannibalssonar til ađ fá stađreyndir bílastćđamálsins á hreint. Í samtali okkar kom fram ađ bílastćđin sem um rćđir eru stađsett annars vegar í skeifunni fyrir framan Ađalbyggingu og hins vegar fyrir utan bygginguna Gimli. Gefi gjaldskyldan góđa raun mun Háskóli Íslands ţó gera fleiri bílastćđi gjaldskyld en ţađ er hluti af framtíđarsýn skólans. Hvađ varđar ágóđa af gjaldskyldunni hefur Háskóli Íslands nú samiđ viđ Bílastćđasjóđ Reykjavíkurborgar um ađ helmingur ágóđans falli í hlut Háskólans. Sá ágóđi mun ţó ekki renna til viđhalds bílastćđa. Stofnkostnađur gjaldskyldunnar er töluverđur og er ţví enn óljóst hvenćr gjaldskyldan mun fyrst gefa af sér hagnađ, ţađ gćti ţó tekiđ nokkur ár.
Mér finnst undarlegt hvernig oddviti minnihlutans heldur ţví fram ađ baráttan gegn gjaldskyldum bílastćđum sé eina verkefni Stúdentaráđs um ţessar mundir. Ef minnihlutinn legđi frá sér niđrandi greinaskrif um stund og tćki međ auknum hćtti ţátt í hagsmunabaráttu stúdenta myndu fulltrúar hans vita ađ ráđiđ berst nú hörđum höndum ađ gjaldfrjálsum strćtóferđum fyrir námsmenn, bćttum lánskjörum fyrir stúdenta og bćttu ađgengi fyrir sjónskerta viđ Háskólann svo fátt eitt sé nefnt. Á dögunum fékk Stúdentaráđ einnig í gegn sumarannir viđ Háskóla Íslands og aukafjárveitingu til Lánasjóđsins sem nam 660 milljónum til ađ standa straum af fjölmörgum umsóknum um sumarlán. Sem sitjandi stjórnarmađur í LÍN veit ég ađ ţessi aukafjárveiting var ekkert sjálfgefin og er gífurlegt afrek í hagsmunabaráttu stúdenta.
Ţađ er ósk mín ađ Stúdentaráđ geti í framtíđinni starfađ međ friđsamlegum hćtti án niđrandi og persónulegra árása í garđ starfandi einstaklinga innan ráđsins. Ţađ skal áréttađ vegna orđa oddvita minnihlutans í Fréttablađinu 4 júní sl. ađ Jóhann Már er ekki einungis faglega ráđinn starfsmađur skrifstofu heldur einnig kjörinn fulltrúi stúdenta í Stúdentaráđi. Ţađ er ţví ekkert óeđlilegt ađ hann láti skođanir sínar og meirihlutans í ljós međ greinaskrifum. Undirritađur skorar nú á Röskvuliđa í minnihluta Stúdentaráđs ađ kynna sér framvegis starfsemi ráđsins áđur en hún er gagnrýnd á óupplýstan hátt. Fulltrúum minnihlutans ber nú ađ bretta upp ermar og veita meirihlutanum liđstyrk viđ ţau fjölmörgu brýnu hagsmunamál sem bíđa ráđsins.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Bréf sem Stúdentaráđ Háskóla Íslands sendi á alla ráđherra ríkisstjórnar í dag.
" Kćri ráđherra,
Stúdentaráđ Háskóla Íslands finnur sig knúiđ til ađ koma eftirfarandi á framfćri vegna ákvörđunar sem framundan er um sumarannir viđ Háskóla Íslands.
Stúdentaráđ óskar ţess ađ komiđ verđi á sumarönnum viđ Háskóla Íslands, helst međ tilheyrandi kennslu, en til vara međ fjarnámi og ágústprófum. Ţetta myndi veita ţeim ţúsundum námsmanna sem standa nú frammi fyrir atvinnuleysi tćkifćri á ađ stunda nám yfir sumartímann og fá um leiđ sumarlán hjá LÍN.
Samkvćmt könnun sem Stúdentaráđ Háskóla Íslands gerđi á dögunum blasir atvinnuleysi viđ tćplega 13.000 námsmönnum í sumar. Fái ţessir stúdentar ekki tćkifćri á sumarnámi eiga ţeir ýmist rétt á atvinnuleysisbótum eđa fjárhagsađstođ frá sínu sveitarfélagi. Í dag eru atvinnuleysisbćtur um 150.000 kr. á mánuđi eđa 50% hćrri en grunnframfćrsla námslána. Fjárhagsađstođ sveitarfélaga er á bilinu 115.000-120.000 á mánuđi eđa 15-20% hćrri en grunnframfćrsla námslána. Ţađ myndi ţví kosta sveitarfélögin um 4,68 milljarđa ađ veita 13.000 stúdentum fjárhagsađstođ yfir sumartímann. Kostnađur viđ ađ hafa 13.000 námsmenn á námslánum vćri um 3,9 milljarđar sem síđar fást endurgreiddir međ vöxtum og verđbótum.
Stúdentaráđ hvetur ráđamenn ţjóđarinnar til ađ veita Háskóla Íslands og Lánasjóđi íslenskra námsmanna fjármagn svo mögulegt verđi ađ koma á sumarönnum viđ Háskóla Íslands. Fjárhagsađstođ félagsţjónustu sveitarfélaga og atvinnuleysisbćtur eru óendurkrćfir styrki en sumarlán hjá LÍN eru greidd til baka enda í lánsformi. Stúdentaráđ leggur áherslu á ţá ţjóđhagslega hagkvćmni sem fćlist í ţví ađ stúdentar leggđu stund á nám í sumar, í stađ ţess ađ lifa á atvinnuleysisbótum eđa fjárhagsađstođ sveitarfélaganna.
Tvennt er í stöđunni, ýmist ađ gefa stúdentum kost á sumarnámi viđ Háskóla Íslands og lána ţeim framfćrslu frá LÍN, eđa ađ láta sveitarfélögin og atvinnuleysistryggingarsjóđ gefa ţeim 15-50% hćrri framfćrslu.
Stúdentaráđ hvetur ráđherra ríkisstjórnarinnar til ađ velja fyrri kostinn - endurvekja sumarannir viđ Háskóla Íslands og veita stúdentum kost á sumarláni hjá LÍN."
Ódýrara ađ veita námslán áfram | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)