Eldri færslur
Man Utd hélt hreinu í Barcelona
24.4.2008 | 07:55
Það er ekki hægt að segja annað en að ég sé mjög feginn að þessum leik sé lokið. Fyrr í vetur var ég bara sáttur við að fá Barca og bara fannst þetta vera eitthvað formatriði að klára. Þegar fór síðan að líða að leik fór ég að stressast upp og átti ég bara erfitt með mig seinnipartinn í gær.
Þetta byrjaði samt mjög vel, United kemst strax í sókn, fær aukaspyrnu, horn og svo víti. En Ronaldo klúðraði vítinu og hleypti þetta allt saman illu blóði í Barcelona menn og pressan hófst. Barcelona átti miðjuna og hélt boltanum vel. Pressuðu vörn United, spiluðu voða flottan bolta og sýndu alveg að þeir kunna fótbolta. En þeir voru ekki að skapa sér nein færi í leiknum og fengu aldrei dauðafæri til að setja boltann í markið. Tvö bestu færi leiksins voru Manchester United manna Ronaldo úr víti og Carrick en hann skaut í hliðarnetið eftir að hafa komist einn á móti markmanni í þraungri stöðu. Eina skiptið sem Van der Saar þurfti að taka á því var í lok seinni hálfleiks þegar Henry átti langskot beint á hann en það var bara svo fast að Van der Saar náði ekki að halda boltanum og sló hann til hliðar.
Það sem er gott við þetta er að hafa ekki tapað leiknum þótt að það hefði verið betra að setja eitt útivallarmark. Nú verður bara að vinnast sigur á Old Trafford og ekkert annað. Þeir eru nú komnir það nálægt úrslitaleiknum að þeir bara meiga ekki klúðra þessu
Ferguson: Gerðum þetta fagmannlega - Vidic tæpur fyrir Chelsea leikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.