Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Besti fótboltamaður Íslands fyrr og síðar kostaði 5 krónur og ís

Ég var að flækjast eitthvað á netinu núna um helgina og fór meðal annars inn á eyjar.net og rakst þar á þessa skemmtilegu grein.

„Besti fótboltamaður Íslands fyrr og síðar kostaði 5 krónur og ís

Ásgeir Sigurvinsson keyptur úr Þór yfir í Týr

Það er orðið alþekkt í fótboltaheiminum að leikmenn gangi kaupum og sölum en elsta sagan hér af landi af slíku fjallar um mann sem margir telja besta knattspyrnumann Íslands fyrr og síðar.

Atvikið varð upp úr 1960 þegar Ásgeir Sigurvinsson var keyptur í fyrsta sinn, og kaupverðið 5 krónur og ís.

 Ásgeir hafði hafið feril sinn sem leikmaður Þórs í Vestmannaeyjum en þegar Adólf Óskarsson íþróttafrömuður í eyjum sá til hans vissi hann að þarna var mikið efni sem hann varð að fá yfir í sitt lið, Tý.

Hófust þá samningaviðræður milli þeirra sem enduðu á því að Ásgeir samþykkti að ganga til liðs við Týr, aðeins fimm ára gamall, gegn því að fá í greiðslu fimm krónur og ís.

Ásgeir sjálfur mundi ekki eftir atvikinu þegar við höfðum samband við hann en sagðist oft hafa heyrt söguna og teldi að hún sé sönn.

Adólf Óskarsson var með Ásgeiri í yngri flokkunum hjá Týr og spurning hvort þessi gamli frjálsíþróttamaður hafi gert sér grein fyrir því að þara færi leikmanaður sem átti eftir að vera besti knattspyrnumaður í Þýskalandi 20 árum síðar. Þar í landi sló hann svo í gegn að Þjóðverjar kvörtuðu sáran yfir því að geta ekki valið hann í landslið sitt."

 

Það er spurnin hvort Ásgeir hafi verið fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem keyptur var á milli liða og þá á milli erkióvinanna í Vestmannaeyjum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband