Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Móðir Frank Lampard látin

SP0348~Chelsea-Lampard-PostersÉg var að lesa það á visir.is að móðir Lampard væri látin. Lampard missti af tveimur leikjum í röð vegna veikinda móður sinnar en mætti síðan til leiks gegn Liverpool í meistaradeildinni í vikunni. Hafði móður hans þá sýnt góðan bata og allt leit vel út. Síðan kom bakslag á bataveginn og hún lést af veikindum sínum aðeins 58 ára að aldri.

Talið er að Lampard verði ekki með gegn Manchester United um helgina en það er stórt skarð í lið Chelsea í þessum mikilvæga leik. Það er alltaf sorglegt þegar svona fjölskylduharmleikur verður og vona ég að Lampard komi fljótt aftur til leiks.


mbl.is Erfiðasta vika í lífi Lampards
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man Utd hélt hreinu í Barcelona

_44595289_messi203afpÞað er ekki hægt að segja annað en að ég sé mjög feginn að þessum leik sé lokið. Fyrr í vetur var ég bara sáttur við að fá Barca og bara fannst þetta vera eitthvað formatriði að klára. Þegar fór síðan að líða að leik fór ég að stressast upp og átti ég bara erfitt með mig seinnipartinn í gær.

Þetta byrjaði samt mjög vel, United kemst strax í sókn, fær aukaspyrnu, horn og svo víti. En Ronaldo klúðraði vítinu og hleypti þetta allt saman illu blóði í Barcelona menn og pressan hófst. Barcelona átti miðjuna og hélt boltanum vel. Pressuðu vörn United, spiluðu voða flottan bolta og sýndu alveg að þeir kunna fótbolta. En þeir voru ekki að skapa sér nein færi í leiknum og fengu aldrei dauðafæri til að setja boltann í markið. Tvö bestu  færi leiksins voru Manchester United manna Ronaldo úr víti og Carrick en hann skaut í hliðarnetið eftir að hafa komist einn á móti markmanni í þraungri stöðu. Eina skiptið sem Van der Saar þurfti að taka á því var í lok seinni hálfleiks þegar Henry átti langskot beint á hann en það var bara svo fast að Van der Saar náði ekki að halda boltanum og sló hann til hliðar.

Það sem er gott við þetta er að hafa ekki tapað leiknum þótt að það hefði verið betra að setja eitt útivallarmark. Nú verður bara að vinnast sigur á Old Trafford og ekkert annað. Þeir eru nú komnir það nálægt úrslitaleiknum að þeir bara meiga ekki klúðra þessuCool  


mbl.is Ferguson: Gerðum þetta fagmannlega - Vidic tæpur fyrir Chelsea leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Match Day

ManUnited42Þá er miðvikudagurinn runnin upp bjartur og fagur, tilvalinn til knattspyrnuiðkunar. Ég er svo spenntur fyrir kvöldinu að ég veit eiginlega ekki hvort ég nái að halda einbeitingunni yfir námsbókunum í dag en ég verð að reyna.

Þetta verður svaka leikur og það er gjörsamlega ómögulegt fyrir mig að spá fyrir um úrslitin en ég vona bara að Man Utd nái að tefla fram sínu sterkasta liði. Það er númer eitt, tvö og þrjú að halda markinu hreinu. Allavega ekki hleypa Barcelona meira en einu marki á undan inn í næsta leik því þá verður þetta fyrst erfitt. Nú mæðir á vörn og marki. Menn eins og Ronald og Rooney verða að einnig rísa upp og sína sitt allra besta. Ég bíst við að Giggs og Scholes byrji þennan leik og ég bara vona að þeir spili betur en þeir hafa verið að gera.

þetta er alvöru og alltof mikið undir til að klúðra þessu. Einn stærsti úrslitaleikur til margra ára í meistaradeildinni gæti verið í aðsigi milli tveggja enskra liða en það veltur allt á Man Utd.

Ég reikna með að vera í góðra vina hópi að horfa á leikinn og það er vonandi að það verði kátt í höllinni. 


mbl.is Ferguson vill skrifa nýjan kafla í sögu United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin einfætti Riise

3031906316Ég sé ekki eftir þeirri skyndiákvörðun að horfa á leik Liverpool og Chelsea í meistaradeildinni. Ég ætlaði bara að halda áfram að læra og fylgjast með á netinu en lét freistast og fór með strákunum á Classic Rokk. Það var svakaleg spenna í loftinu og þegar flautað var til leiks var alveg dauðaþögn inni á staðnum.  

Leikurinn kom mér svolítið á óvart þar sem hann var mun skemmtilegri og opnari en ég bjóst við. Liverpool voru yfir í hálfleik eins og ég var búinn að reikna með og í seinni hálfleik bjóst ég við að Liverpool myndi bara klára þetta. En hin einfætti John Arne Riise tryggði Chelsea jafntefli með seinustu snertingu leiksins. Í staðinn fyrir að sparka boltanum í burtu með hægri reynir hann að bjarga í horn með skalla en það vill ekki betur til en að boltinn fer markið. Chelsea í lykilstöðu fyrir seinni leikinn og ég reikna fastlega með því að ég horfi á hann. 


mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meistaradeildin!!!

Gerrard%20terryÞá er loksins komið að því, Meistaradeildin heldur áfram og það er komið að undanúrslitum. Ég er nú ekki alveg jafn spenntu fyrir leik Liverpool og Chelsea í kvöld og ég er fyrir leiknum á morgun. En þetta er samt meistaradeildin og hún er alltaf skemmtileg.

Til að gera kvöldið meira spennandi fyrir mig þá ákvað ég að tippa á leikinn og setti pening undir heimasigur Liverpool. Ég hef mjög sterka tilfinningu um að Liverpool taki þetta eftir að þeir eru nánast búnir að tryggja sér fjórða sætið heima fyrir. Meistaradeildin er það eina sem þeir hafa að keppa að núna og ekki skemmir fyrir góður árangur þeirra síðustu ár.

Þetta er í fjórða skiptið á jafnmörgum árum sem félagarnir Gerrard og Terry mætast með liðin sín í þessari keppni og hefur Gerrard vinninginn þar sem af er. Það er nokkuð víst að Terry ætlar ekkert að gefa neitt í ár og er orðinn frekar pirraður á þessu. Mín skoðun er hinsvegar sú að hann þurfi að bíða lengur eftir þeim langþráða sigri. Anfield verður of stór biti fyrir Chelsea og má búast við að þar verði allt á suðu punkti í kvöld.


mbl.is Gerrard: Okkar lið gefst aldrei upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mancold

Ég fékk þetta skemmtilega video sent um daginn. Það er alltaf talað um að þegar við strákarnir verðum veikir þá verðum við alveg svakalega veikir. Ég seigi fyrir mig að þegar ég veikist þá verð ég oft frekar mikið slappur. Hvort ég sé eitthvað verri eða betri en kvenfólk sem veikist veit ég ekki. Ég hef aldrei prófaða að veikjast sem kvenmaður. Þetta er alla veganna fyndið.

 


 


Chelsea andar niður um hálsmál Manchestar United

Wes_Brown_Morten_Gamst_Pedersen_Blackburn_v_M_800958Leikmenn Manchester United áttu ekki góðan leik í dag og það var ekki fyrr en 15 mín. fyrir leikslok sem maður fór að þekkja liðið. Leikmenn voru seinir í boltann, héldu honum illa og voru bara einfaldlega á  hælunum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Vitleysisgangurinn gaf á endanum mark og það er ekki auðvelt að koma til baka eftir að hafa lent undir á Ewood Park

Seinni hálfleikur var skárri og fór að sjást til manna eins og Ronaldo og Rooney. Giggs var skipt útaf í hálfleik og sprækur Nani kom inn. Að mínu áliti hefði mátt senda Scholes út líka en hann var í algjöru rugli.

Manchester menn sóttu stíft að markinu í seinni hálfleik og hefðu réttilega átt að fá tvær vítaspyrnur en hræðilegur dómari leiksins gapti bara út í loftið og þóttist ekkert sjá. Hann hlýtur nú bara að þurfa leita sér að annarri vinnu núna maðurinn svo lamaður var hann.

Á 87. mínútu tókst loks að koma tuðrunni yfir marklínuna en þar var Tevez að verki eftir að Scholes hafði fleyt boltanum á hausinn á honum eftir hornspyrnu. Eins gott að ég fékk ekki að ráða í hálfleik. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Chelsea eiga enn góða möguleika á að hirða dolluna úr höndum minna manna.

Það má nú samt ekki taka það af Blackburn að þeir sýndu karakter og börðust allir fyrir einn. Þótt baráttan hafi verið svona full mikil stundum að mínu mati.  Það er alla veganna ljóst að mínir menn verða að girða sig vel í brók ef þeir ætla ekki að láta flengja sig að hætti Spánverja á miðvikudaginn.

Svo er það stóra stundin næstu helgi þegar topp liðin í Ensku úrvalsdeildinni mætast. Mun baráttan halda áfram eftir þann leik eða verða United menn komnir með sex stiga forskot og nánast öryggir með titilinn?


mbl.is Blackburn og Man. Utd skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandið hans Bubba búið....

bubbiÞá held ég að það sé bara komið gott í bili af svona íslensk - amerískum söng raunveruleika þáttum. Eru ekki allir orðnir frekar þreyttir á þessu öllu saman, aftur og aftur. Ég sá nú ekki einn þátt ef þessum Bandið hans Bubba enda ekkert að leitast eftir því en heyrði samt að þetta hafi verið hálf misheppnað. Misgóðir söngvarar að reyna fyrir sér með kónginn flatmaga í hásætinu eins og blöðruselur baðandi höndum í allar áttir. Öskrandi og æpandi stút  fullur af egói.

Ég seigi nú bara svona, þetta hafa sennilega verið ágætis þættir og er Eyþór Ingi sennilega bara vel að sigrinum kominn held. Ég sá hann alla veganna í söngkeppni framhaldsskólanna um síðustu helgi og  hann var flottur þar. Bubbi er nú bara alltaf Bubbi, ég hef alltaf haft gaman af honum og hlustað mikið á hann. Hann fer nú stundum aðeins yfir strikið með töffarastælana en hann er nú bara  Bubbi og hefur þess vegna einkarétt á egóinu 


mbl.is Eyþór hreppti stöðuna í Bandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wes Brown að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning

wb

Það eru gleðifréttir fyrir okkur Man Utd menn að nú sjái loks fyrir endann á erfiðri samningalotu við varnarjaxlinn Wes Brown. Brown hefur staðið sig frábærlega í stöðu hægri bakvarðar í vetur og fyllt skarð fyrirliðans með miklum myndarbrag.

Ég trúði nú ekki öðru en hann myndi semja, hann er orðinn fasta maður í einu besta liði Evrópu og hefur aldeilis staðist þá pressu. Reiknað er með að hann skrifi undir nýjan samning eftir leikinn gegn Barcelona í næstu viku. 


mbl.is Brown mun gera nýjan samning við Man Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chelsea heldur Man Utd á tánum

Michael_Essien_scores_Everton_v_Chelsea_795549Spennan heldur áfram í Ensku úrvalsdeildinni en Chelsea náði enn einum 1-0 sigrinum í kvöld þegar þeir mættu Everton á Goodison Park. Essien skoraði rétt fyrir hálfleik og var það nóg til að landa sigri. Ég horfði nú á fyrstu 35 mínúturnar og fannst nú Everton vera komið vel inn í leikinn en seigla Chelsea náði enn og aftur að knýja fram sigur. 

Þetta Chelsea-lið er alveg hreint ótrúlegt, með breiðan og góðan hóp og fara áfram á ótrúlegri seiglu. Það er ekki létt leikandi sóknarboltanum að þakka heldur vel skipulögðum og öguðum leik. Leiðinlegum á köflum en árangursríkum. Nú bara verða ManUtd að vinna Blackburn úti um helgina svo að þeir þurfi ekki að fara á Stamford Bridge til þess nauðsynlega að sækja 3 stig. Chelsea hefur ekki tapað á brúnni í deildinni í 80 leikjum í röð svo það gæti orðið nokkuð erfitt. 

Ég get þó glaðst yfir einu og það er að ég tippaði á Chelsea sigur og er því örlítið ríkari fyrir vikiðHappy


mbl.is Chelsea hirti þrjú stig á Goodison Park
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband