Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Chelsea andar niður um hálsmál Manchestar United

Wes_Brown_Morten_Gamst_Pedersen_Blackburn_v_M_800958Leikmenn Manchester United áttu ekki góðan leik í dag og það var ekki fyrr en 15 mín. fyrir leikslok sem maður fór að þekkja liðið. Leikmenn voru seinir í boltann, héldu honum illa og voru bara einfaldlega á  hælunum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Vitleysisgangurinn gaf á endanum mark og það er ekki auðvelt að koma til baka eftir að hafa lent undir á Ewood Park

Seinni hálfleikur var skárri og fór að sjást til manna eins og Ronaldo og Rooney. Giggs var skipt útaf í hálfleik og sprækur Nani kom inn. Að mínu áliti hefði mátt senda Scholes út líka en hann var í algjöru rugli.

Manchester menn sóttu stíft að markinu í seinni hálfleik og hefðu réttilega átt að fá tvær vítaspyrnur en hræðilegur dómari leiksins gapti bara út í loftið og þóttist ekkert sjá. Hann hlýtur nú bara að þurfa leita sér að annarri vinnu núna maðurinn svo lamaður var hann.

Á 87. mínútu tókst loks að koma tuðrunni yfir marklínuna en þar var Tevez að verki eftir að Scholes hafði fleyt boltanum á hausinn á honum eftir hornspyrnu. Eins gott að ég fékk ekki að ráða í hálfleik. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Chelsea eiga enn góða möguleika á að hirða dolluna úr höndum minna manna.

Það má nú samt ekki taka það af Blackburn að þeir sýndu karakter og börðust allir fyrir einn. Þótt baráttan hafi verið svona full mikil stundum að mínu mati.  Það er alla veganna ljóst að mínir menn verða að girða sig vel í brók ef þeir ætla ekki að láta flengja sig að hætti Spánverja á miðvikudaginn.

Svo er það stóra stundin næstu helgi þegar topp liðin í Ensku úrvalsdeildinni mætast. Mun baráttan halda áfram eftir þann leik eða verða United menn komnir með sex stiga forskot og nánast öryggir með titilinn?


mbl.is Blackburn og Man. Utd skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband