Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Allir vilja Lilju kveðið hafa!

Allir vildu Lilju kveðið hafa er máltæki sem á vel við þegar kemur að nýjum úthlutunarreglum LÍN. Ég las í einhverju Röskvu riti í gær skemmtilega grein eftir oddvita og spunameistara Röskvunnar, Bergþóru Snæbjörnsdóttur, þar sem hún heldur því fram að Vaka hafi ekkert komið að nýju úthlutunarreglum LÍN og þessi hækkun hafi bara verið sjálfgefin. Ekkert hafi heyrst frá Vökufólki heldur hafi starfsfólk Stúdentaráðs séð um þá vinnu. Ég efast nú um að ég þurfi að minna hana Bergþóru á hvernig kosningarnar fóru síðasta vetur og að Vaka stýrir nú starfi Stúdentaráðs. Ég væri svo sem alveg til í að minna hana á það á hverjum degi, það er ekki vandamálið.

Það er alveg á hreinu að aldrei hafa kjör stúdenta og tilraunir þeirra til að fá leiðréttingu kjara sinna hljómað jafn hátt eins og núna í vor og sumar. Þetta byrjaði allt 16. apríl með glæsilegum borgarafundi sem haldinn var í Háskólabíó fyrir Alþingiskosningarnar. Þar komu saman fulltrúar stjórnmálaflokkanna á pallborði til að ræða kjör stúdenta og svara spurningum. Einnig hélt Vaka svipaðan framboðsfund á Háskólatorgi til að skerpa á kröfum stúdenta um betri kjör. Í framhaldinu komu fundir sem við sátum með ráðherra, áskoranir voru skrifaðar og blaða-, útvarps- og sjónvarpsviðtöl voru tekin þar sem við viðruðum hugmyndir að lausnum. Stúdentaráð stóð síðan fyrir meðmælafundi á Austurvelli 11. júní til að mótmæla engri hækkun námslána. Hérna er kannski lag að staldra við og minna oddvitann og spunameistarann á hvaða fylking stýrir Stúdentaráði þetta starfsárið.

Í þessari fróðlegu grein talar oddvitinn og spunameistarinn einnig um að námsmenn hafi lítið sem ekkert vægi innan stjórnar eigin lánasjóðs heldur fari kjarabaráttan alfarið fram undir hæl stjórnvalda. Þetta finnst mér frábært að heyra, það er þó greinilegt að það hafa orðið miklar framfarir eftir að ég settist í stjórn LÍN ef þetta hefur verið svona þegar Röskva átti sína fulltrúa þarna inni. Það er þá ekki skrítið að lítið sem ekkert hafi orðið ágengt í þessum málum þegar Röskva stýrði viðræðunum fyrir hönd stúdenta síðustu árin. Þau hafa greinilega bara fengið allt upp í hendurnar og verið bara nokkuð sátt. Námslánin hafa rétt slefað yfir 100 þúsund krónurnar og „árangurinn" prentaður á rándýran pappír fyrir hverjar kosningar til að reyna að sannfæra stúdenta um að þau sé eina fólkið sem sé treystandi fyrir Lánasjóðsviðræðunum. Við sjáum það núna.

Eftir að hafa setið um 20 fundi til að komast að niðurstöðu hvernig úthlutunarreglurnar skildu líta út var  tekið af skarið og þær samþykktar nánast án breytinga af meirihluta stjórnar LÍN. Við fulltrúar stúdenta í stjórn LÍN kusum gegn nýju reglunum í vor og neituðum að skrifa undir. Við sögðum ekki bara ,,já og amen" eins og oddvitinn og spunameistarinn virðist halda að sé eina leiðinn. Það er kannski rétt að rifja upp hvernig reglurnar voru samþykktar vorið 2008 í meirihluta Röskvu en það er hægt HÉR.

Á næsta stjórnarfundi eftir að meirihlutinn samþykkti reglurnar lögðum við stúdentar fram bókun þar sem við kröfðumst þess að lögfræðingur væri fenginn til meta hvort nýju reglurnar stæðust lög sjóðsins sem segja hlutverk hans vera að tryggja  öllum jafnrétti til náms. Þessari bókun var hafnað þar sem það þótti nokkuð víst að sjóðurinn uppfyllti ekki þessa lagalegu skyldu sína. Þarna voru hjólin farin að rúlla aftur og mikil vinna fór af stað innan ráðuneytanna til að finna auka fjármagn fyrir kröfuharða stúdenta sem voru ekkert á því að gefa eftir. Sú vinna skilaði sér loks nú í september með 20% hækkun námslána sem er meiri hækkun en elstu menn muna í einu stökki  og er vægast sagt glæsilegur árangur.

Tekjuskerðing upp á 35% voru þó vonbrigði. En eftir að hafa átt samtal við menntamálaráðherra þar sem hún sagði að þetta væri bara tímabundin hækkun meðan ástandið í þjóðfélaginu væri eins slæmt og það er þá hef ég trú á því að það lækki fljótt. Við munum allavega ekki gefa neitt eftir í þeim málum og sækja fast að því, líkt og gert var með hækkun framfærslunnar. Hækkun tekjuskerðingar kom til svo mögulegt væri að hækka framfærsluna enn meira en því til bóta kemur frítekjumark upp á 750 þúsund krónur upp á móti. Nýjar úthlutunarregur kalla fram hækkun hjá um 80% námsmanna eða öllum þeim með árstekjur undir 1.760.000 kr.

Það er nefnilega þannig að í Vöku er skynsamt fólk, og það er eins og oddvitinn og spunameistarinn geri sér ekki grein fyrir að það er ekki bara nóg að skrifa grein í blaðið. Við förum og tölum við fólk, leitum að sáttarleiðum og hjálpum til við að finna lausnir. Ef oddviti og spunameistari Röskvu hefði ekki eitt helmingi starfsársins erlendis þá kannski vissi hún betur og væri meira inni í málunum. Það er nú bara þannig að Vaka er hagsmuna- og framkvæmdarafl stúdenta sem er alltaf til staðar.

Það að Röskvan reyni að slá sandi í augu stúdenta og sannfæra fólk um að svokölluð ,,Röskvuleið" hafi verið farin er nú bara nokkuð hlægilegt. Enn og aftur finnst mér ég verða að minna þau á hvaða fylking stýrir nú starfi Stúdentaráðs. Ef nýjar úthlutunarreglur fela í sér hina svokölluðu ,,Röskvuleið", af hverju var hún þá ekki farinn öll þau ár sem Röskva sat í meirihluta Stúdentaráðs og stýrði Lánasjóðsviðræðunum fyrir hönd stúdenta.  Það er þá sjálfsagt þannig að þau eru best geymd sem minnihluti því einungis þannig virðast þau koma einhverju í verk!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórgóð grein

Orri Freyr Rúnarsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:35

2 identicon

Brillíant! Muahaha... besta moggablogg sem ég hef lesið í langan tíma. :D Skondið viðurnefni: spunameistari!

Anna Sigga (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:43

3 identicon

Frábær grein !! Mér hefur fundist eftirtektarvert hvað Stúdentaráð (sem Vaka jú stýrir) hefur staðið sig vel á þessu kjörtímabili og ekki séns að það verði efi í manni næst hvað skal kjósa.

Björn Helgason (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband