Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Kjarasamningar í felubúningunum

Enn og aftur hefur verið samið um kjaramál stúdenta án nokkurra vitundar eða umræðu í samfélaginu. Við í minnihluta fjármálanefndar SHÍ fengum samningstilboð í hendurnar seinnipart dags og urðum að gefa álit okkar strax innan fárra klukkutíma. Þar sem þetta tilboð er töluvert lægra en þær kröfur sem við höfðum samþykkt á fundi innan fármálanefndar þá báðum við um að komið yrði með gagntilboð á grunnframfærsluna. Því var hafnað og tilboðið því samþykkt.

Inn í samningnum er líka talað um nefnd sem skoðaðar kosti og galla mánaðarlegra greiðslna námslána. Rökstuðningur meirihlutans við að taka þessu fyrsta tilboði var sá að þau héldu að það væri betra að samþykkja þetta tilboð en að ganga frá borði og fá eitthvað lélegt samningstilboð og missa þessa ótrúlega flottu nefnd sem á að fjalla um mánaðarlegar fyrirframgreiðslur.

Við í Vöku bendum hins vegar á að fyrir ári var verðbólga um 4% en er í dag um 12% og þýðir þetta raun-kjaralækkun fyrir stúdenta þar sem matarkarfan í dag er töluvert dýrari núna en fyrir ári og peningarnir okkar þar af leiðandi verðminni. Það kemur okkur á óvart ef fyrsta tilboð Lánasjóðsins sé það hæsta sem í boði var og þykir okkur þetta frekar furðulegar samningaviðræður. 

Þetta styður því miður minn grun um að þessir kjarasamningar stúdenta séu í raun ekki eins miklir kjarasamningar og talað er um, heldur sé þeim bara rétt tilboð sem þeim ber að samþykja. Þá hafa þeir samningar sem stúdentar fengu í fyrra ekki verið jafn mikill sigur þrotlausrar baráttu stúdenta heldur bara kosningagjöf ríkisstjórnarinnar svona rétt fyrir kosningar til stórs hluta kjósenda sem stúdentar eru.   

 


mbl.is Aukinn sveigjanleiki í námslánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband