Eldri færslur
Chelsea heldur Man Utd á tánum
17.4.2008 | 21:56
Spennan heldur áfram í Ensku úrvalsdeildinni en Chelsea náði enn einum 1-0 sigrinum í kvöld þegar þeir mættu Everton á Goodison Park. Essien skoraði rétt fyrir hálfleik og var það nóg til að landa sigri. Ég horfði nú á fyrstu 35 mínúturnar og fannst nú Everton vera komið vel inn í leikinn en seigla Chelsea náði enn og aftur að knýja fram sigur.
Þetta Chelsea-lið er alveg hreint ótrúlegt, með breiðan og góðan hóp og fara áfram á ótrúlegri seiglu. Það er ekki létt leikandi sóknarboltanum að þakka heldur vel skipulögðum og öguðum leik. Leiðinlegum á köflum en árangursríkum. Nú bara verða ManUtd að vinna Blackburn úti um helgina svo að þeir þurfi ekki að fara á Stamford Bridge til þess nauðsynlega að sækja 3 stig. Chelsea hefur ekki tapað á brúnni í deildinni í 80 leikjum í röð svo það gæti orðið nokkuð erfitt.
Ég get þó glaðst yfir einu og það er að ég tippaði á Chelsea sigur og er því örlítið ríkari fyrir vikið
Chelsea hirti þrjú stig á Goodison Park | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott grein hjá þér gamli........... Gaman að lesa bloggið hjá þér;)
Ingimar (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.