Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Óásættanleg vinnubrögð veiks meirihluta Röskvu í Stúdentaráði

Mánudaginn 10. mars sl. var fundur í stjórn Stúdentaráðs þar sem eina mál á dagskrá samkvæmt fundarboði var að ráða framkvæmdarstjóra SHÍ. Þegar á fundinn var komið reyndist raunin önnur, skyndilega hafði bæst mál á dagskrá sem var  að kjósa fulltrúa SHÍ  í stjórn LÍN. Settur formaður SHÍ á þessum stjórnarfundi sagði að þetta mál yrði að afgreiða strax en hafði samt ekki haft fyrir því að láta vita af þessari kosningu fyrir fund. Það skal tekið fram að hann sendi póst á alla sem sátu þennan fund klukkan hálf tvö sama dag og mynntist ekki einu orði á þessa kosningu en fundurinn var klukkan 17:15.

 
Fulltrúar Röskvu í stjórn voru tilbúinn með sína fulltrúa og þurftum við að finna fulltrúa frá okkur á staðnum. Þar sem ég hef haft áhuga á þessu embætti þá bauð ég mig fram og tilnefndi Kristján Frey sem varamann, þar sem hann situr með mér í fjármálanefnd SHÍ. Það þarf nú varla að nefna hvernig sú kosning fór, en fulltrúar Röskvu í meirihluta voru kosnir með 4 atkvæðum gegn 3.

 
Þetta embætti er mjög mikilvægt, enda verður þessi einstaklingur fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN þegar næstu kjaraviðræður fara fram núna í vor. Það hefur sýnt sig að þessi veiki meirihluti Röskvu telji sig vera yfir lýðræðið hafið.

 
Með einungis sex atkvæða meirihluta telja þau sig ekki einu sinni þurfa að auglýsa kosningu á stjórnarfundi SHÍ þar sem kosið er um mikla ábyrgðarstöðu fyrir hönd Stúdenta við Háskóla Íslands.  

 Með einungis sex atkvæða mun telja þau sig eiga stúdentaráð, og það sé sjálfsagður hlutur að þeirra fulltrúar fái allar formanns og trúnaðar stöður innan SHÍ. Það að kjósa í þessar stöður er bara  formsins vegna enda þarf ekki að auglýsa það að þeirra mati.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband