Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Frábær árangur Vökuliða

Þá er helgin liðin og maður svona nánast búinn að jafna sig eftir kosningarnar til Stúdentaráðs sem fram fóru í síðustu viku. Það má segja að við í Vöku höfum unnið frábæran sóknar sigur en Röskvuliðar hafi unnið lélegan varnarsigur. Eftir eitt ár í meirihluta stúdentaráðs er ekki gott að vinna einungis sex atkvæðum. Það má segja að þetta sé mikill áfellisdómur fyrir meirihlutann sem er varla meirihluti því sex atkvæði eftir heilt ár til að sanna sig er varla meirihluti. Stúdentar eru greinilega ekki sáttir við störf stúdentaráðs og munum við í Vöku veita meirihlutanum mikið og gott aðhald næsta árið.

 

Þegar maður fer að spá í þessi sex atkvæði þá spyr maður sig hverju munaði og hvað gerði útslagið. Það er spurning hvort að stuðningur eins af ríkisstjórnarflokkunum við Röskvu hafi gert gæfumuninn. Það er óskiljanlegt hvernig stjórnmálaflokkur geti stutt stúdentahreyfingu án þess að hagsmuna árekstrar geti orðið. Það að formaður ungra jafnaðarmanna reyni að verja þennan stuðning með því að segja að við í Vöku höfum fengið hjálp frá Valhöll er bara út í hött. Ég held að hún ætti að kynna sér málið betur, og ætti í raun að vita betur hafandi verið viðriðin stúdentapólitík í mörg ár. Ég er sjálfur óflokksbundinn og hef ekki fengið á neinn hátt stuðning frá neinum stjórnmálaflokk í þessari kosningarbaráttu. Ég er ekki að sjá hvernig hagsmunabarátta stúdenta eigi að geta skipst til hægri eða vinstri og kemur mér það þá óvart að Röskvu meðlimir vilji eyða kröftum stúdenta í pólitísk mál sem koma kannski ekki stúdentum við eða við getum ekki verið sammála um. Ummæli eins og “Valhallar Vökustaurar” sem hafa verið látin falla lýsa ekki neinu öðru en hræðslu og óöryggi með framboð sitt og er algjörlega óviðeigandi.

 

Ég veit til þess að innan okkar raða er gott og duglegt fólk sem leggur mikið á sig fyrir hagsmuni stúdenta, og ég veit líka að þetta er ekki allt sammála þegar kemur að landspólitík. Innan okkar raða eru jafnaðarfólk jafnt sem annað fólk og eru þau mjög svekkt og móðguð útí sinn flokk. Það kæmi mér ekki á óvart og ég hef heyrt að þessir aðilar hafa íhugað að segja sig úr Samfylkingunni eftir að upp komst að hún vinni með Röskvuliðum með jöfn lúgalegum hætti eins og raun ber vitni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt. Hvernig sem Röskva horfir á þennan sigur þá stendur meirihlutinn og fellur á sex atkvæðum. Það er ótrúlegt að í kosningum þar sem tæplega 3500 manns kjósa að einungis muni sex atkvæði. Þetta á sér enginn fordæmi annars staðar í pólitíkinni.

Jón Júlíus (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 00:48

2 identicon

Er alveg sammála þér Ingó. En við stóðum okkur vel í þessum kosningum og getum hrósað okkur af því. Eins og Sigrún segir þá er markmiðið að eignast 6 nýja vini eða fleiri fyrir næsta ár Kv. Hrafnhildur

Hrafnhildur Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband