Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Menntamál verða að kosningamáli.

Stúdentaráð Háskóla Íslands leggur mikla áherslu á að menntamál verði gerð að kosningamáli í komandi alþingiskosningum. Stúdentaráð hefur útbúið yfirlýsingu sem send verður á alla stjórnmálaflokka til að vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að menntun til að byggja upp nýtt samfélag. Yfirlýsinguna má sjá hér.

"Þegar kreppir að eins og gert hefur hér á Íslandi síðustu mánuðum er alltaf hætta á að þeir sem minnst mega sín og  eru lægst launaðir verði hvað verst úti. Þetta á svo sannarlega við um stúdenta, sem ekki fengu að upplifa það góðæri sem ríkti hér á landi síðustu ár. Það er því óskiljanlegt að um leið og kreppir að og erfiðleikar koma upp í íslensku efnahagslífi þá skuli byrjað á því að skera niður í menntakerfinu.

Það er skýlaus krafa Stúdentaráðs Háskóla Íslands að stjórnmálaflokkar setji menntamál á oddinn í komandi kosningabaráttu og hlúi þar að námsmönnum sem framtíðar fjárfestingu í uppbyggingu íslensks samfélags. Það er mikið kappsmál á tímum sem þessum að tryggja fjármagn og samkeppnishæfni Háskóla Íslands. Með því móti getur  hann haldið áfram að vera í fararbroddi sem flaggskip íslenskrar menntunar.

Stúdentaráð hvetur einnig stjórnmálaflokka til að beita sér fyrir því að ríkisfjármunum sé betur forgangsraðað og auka þannig fjármagn til Lánasjóðs íslenskra námsmanna.  Með tilfærslu fjár frá Vinnumálastofnun til Lánasjóðsins er hægt að hvetja til aukinnar menntunar á arðbærari hátt. Mánaðarlegar greiðslur frá LÍN eru nú um 100.000 krónur en atvinnuleysisbætur voru um áramótin hækkaðar í 149.523 krónur á mánuði en þær þarf ekki að endurgreiða líkt og námslánin.

Næsta ár verður sérstaklega erfitt fyrir okkur stúdenta. Því er mikilvægara nú, en nokkru sinni fyrr, að reisa skjaldborg um Lánasjóðinn og tryggja honum það fjármagn sem þarf til að veita stúdentum viðunandi kjör. Þúsundir námsmanna eru á lánum frá LÍN. Þessi lán eru ein af undirstöðum jafnréttis til náms og fjárfesting ríkisins í LÍN skilar sér margfalt til baka í vel menntaða kynslóð, sem getur haldið áfram eflingu íslensks þjóðfélags.

 

Stúdentar á Íslandi eru um 20.000 talsins  og ætti það að vera mikið kappsmál fyrir hvern þann stjórnmálaflokk sem vill láta til sín taka að gera vel við þennan þjóðfélagshóp. Menntun er fjárfesting ríkis í auðlind sem tapar aldrei verðmæti sínu heldur vex með hverri krónu. Stúdentar kalla því eftir skýrri stefnu stjórnmálaflokkanna í menntamálum fyrir komandi kosningar því þetta snýst ekki bara um vinsældir eða peninga. Þetta snýst um framtíð Íslands og þess fólks sem mun erfa landið."

 

 


mbl.is Langstærsti fundur VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mótmæli þessu.

Menntun er ekki auðlind, hún er ekki fjárfesting og mögulega skilar hún engum peningi til baka inn í þjóðarbúið.

Mentun er viðhald og vöxtur þekkingar og það að líta svo á að það komi peningum eitthvað við er bara til þess að troða henni inn í þá heimsmynd kapítalsin að ekkert eigi rétt á sér nema það stuðli að stöðugum vexti efnislegra gæða vesturlandabúa. Ég get sagt þér það að ég myndi glaður mennta mig næstu tíu árin án þess að búast við því að fá krónu út úr því, né að leggja krónu í samfélagið til baka.

En það náttúrulega þýðir ekki að aðrir mega ekki mennta sig peninganna vegna. Hins vegar þá er allt tal um að menntun eigi rétt á sér vegna þess að hún sé fárfesting ekki af hinu góða. Því það skilgreinur menntun sem fjárfestingu og ekkert meir. Þekking, þekkingunnar virkar ekki, því hún skilar engum arði. Listnám á ekki rétt á sér nema þú getir selt það. Og að lokum verður öllu dælt í námsgreinar sem teljast „samkeppnishæfar“ á meðan aðrar greinar eru fjársvelltar. Þetta er þróunin í dag, og hvernig hyggist stúdentaráð stöðva hana? Með því að hamra ennfremur á því hversu góð fjárfesting menntun er.

Að öðru, hvers vegna er svona mikið einblínt á lánin? Gott og vel, lánin eru hlægileg, en það eru fullt af öðrum þáttum sem mætti bæta til að laga hag stúdenta. Afhverju ekki að reyna að móta umhverfi stúdenta þannig að þeir þurfi ekki svona há lán? Hvað með húsaleigu, sem hækkar og hækkar á meðan leiguverð á almennum markaði lækkar? Hvað með bækur? Hvað með skráningar(skóla)gjöld? Hvað með hugbúnaði? Og hvað með samgöngukostnað utan höfuðborgarsvæðisins?

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband