Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Chelsea - Man Utd í dag.

p1_utd_chelsea_0309Í dag mæta mínir menn á Brúnna og freista þess að gera út um Ensku deildarkeppnina í ár. Til að það takist verða þeir að hirða öll þrjú stigin sem er nú hægara sagt en gert. Chelsea hefur ekki tapað síðustu 80 heimaleikjum á Brúnni eða síðan í febrúar 2004 og er það bara fáránlegt met.

Sir Alex getur sennilega stillt upp sínu sterkasta liði í leiknum en Vidic er búinn að jafna sig af magaverkjunum sem hann fékk í Barcelona. Það er nú samt líklegt að hann geri nokkrar breytingar síðan í vikunni, það er stórleikur á þriðjudaginn í meistaradeildinni og hann hefur nóga breidd til að gera breytingar. Chelasea leikur án Lampards sem er þó nokkur blóðtaka fyrir þá í stórleik sem þessum.

Chelsea hefur einungis tapað tveimur leikjum á tímabilinu og annar þeirra var á móti Man Utd á Old Trafford. Það er oft talað um að sumir stjórar geti ekki unnið aðra stjóra og tapi alltaf eða séu í miklum vandræðum með þá. T.d. virðist Ferguson ekki geta unnið Erikson og hefur alltaf átt erfitt með Mourinho. Það væri nú óskandi ef Ferguson stæði nú dálítið í Grant en það er kannski aðeins of snemmt að spá um það núna.

Þetta verður allavega spennandi leikur og ég bara krossa fingur og vona það besta, þótt að tölfræðin sé nú öll með ChelseaErrm  


mbl.is Chelsea ósigrað á heimavelli í 80 leikjum í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Denny Crane

Ég missti af síðustu 7 mínútunum... hvernig fór?

Denny Crane, 26.4.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband