Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Mancold

Ég fékk þetta skemmtilega video sent um daginn. Það er alltaf talað um að þegar við strákarnir verðum veikir þá verðum við alveg svakalega veikir. Ég seigi fyrir mig að þegar ég veikist þá verð ég oft frekar mikið slappur. Hvort ég sé eitthvað verri eða betri en kvenfólk sem veikist veit ég ekki. Ég hef aldrei prófaða að veikjast sem kvenmaður. Þetta er alla veganna fyndið.

 


 


Chelsea andar niður um hálsmál Manchestar United

Wes_Brown_Morten_Gamst_Pedersen_Blackburn_v_M_800958Leikmenn Manchester United áttu ekki góðan leik í dag og það var ekki fyrr en 15 mín. fyrir leikslok sem maður fór að þekkja liðið. Leikmenn voru seinir í boltann, héldu honum illa og voru bara einfaldlega á  hælunum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Vitleysisgangurinn gaf á endanum mark og það er ekki auðvelt að koma til baka eftir að hafa lent undir á Ewood Park

Seinni hálfleikur var skárri og fór að sjást til manna eins og Ronaldo og Rooney. Giggs var skipt útaf í hálfleik og sprækur Nani kom inn. Að mínu áliti hefði mátt senda Scholes út líka en hann var í algjöru rugli.

Manchester menn sóttu stíft að markinu í seinni hálfleik og hefðu réttilega átt að fá tvær vítaspyrnur en hræðilegur dómari leiksins gapti bara út í loftið og þóttist ekkert sjá. Hann hlýtur nú bara að þurfa leita sér að annarri vinnu núna maðurinn svo lamaður var hann.

Á 87. mínútu tókst loks að koma tuðrunni yfir marklínuna en þar var Tevez að verki eftir að Scholes hafði fleyt boltanum á hausinn á honum eftir hornspyrnu. Eins gott að ég fékk ekki að ráða í hálfleik. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Chelsea eiga enn góða möguleika á að hirða dolluna úr höndum minna manna.

Það má nú samt ekki taka það af Blackburn að þeir sýndu karakter og börðust allir fyrir einn. Þótt baráttan hafi verið svona full mikil stundum að mínu mati.  Það er alla veganna ljóst að mínir menn verða að girða sig vel í brók ef þeir ætla ekki að láta flengja sig að hætti Spánverja á miðvikudaginn.

Svo er það stóra stundin næstu helgi þegar topp liðin í Ensku úrvalsdeildinni mætast. Mun baráttan halda áfram eftir þann leik eða verða United menn komnir með sex stiga forskot og nánast öryggir með titilinn?


mbl.is Blackburn og Man. Utd skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandið hans Bubba búið....

bubbiÞá held ég að það sé bara komið gott í bili af svona íslensk - amerískum söng raunveruleika þáttum. Eru ekki allir orðnir frekar þreyttir á þessu öllu saman, aftur og aftur. Ég sá nú ekki einn þátt ef þessum Bandið hans Bubba enda ekkert að leitast eftir því en heyrði samt að þetta hafi verið hálf misheppnað. Misgóðir söngvarar að reyna fyrir sér með kónginn flatmaga í hásætinu eins og blöðruselur baðandi höndum í allar áttir. Öskrandi og æpandi stút  fullur af egói.

Ég seigi nú bara svona, þetta hafa sennilega verið ágætis þættir og er Eyþór Ingi sennilega bara vel að sigrinum kominn held. Ég sá hann alla veganna í söngkeppni framhaldsskólanna um síðustu helgi og  hann var flottur þar. Bubbi er nú bara alltaf Bubbi, ég hef alltaf haft gaman af honum og hlustað mikið á hann. Hann fer nú stundum aðeins yfir strikið með töffarastælana en hann er nú bara  Bubbi og hefur þess vegna einkarétt á egóinu 


mbl.is Eyþór hreppti stöðuna í Bandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wes Brown að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning

wb

Það eru gleðifréttir fyrir okkur Man Utd menn að nú sjái loks fyrir endann á erfiðri samningalotu við varnarjaxlinn Wes Brown. Brown hefur staðið sig frábærlega í stöðu hægri bakvarðar í vetur og fyllt skarð fyrirliðans með miklum myndarbrag.

Ég trúði nú ekki öðru en hann myndi semja, hann er orðinn fasta maður í einu besta liði Evrópu og hefur aldeilis staðist þá pressu. Reiknað er með að hann skrifi undir nýjan samning eftir leikinn gegn Barcelona í næstu viku. 


mbl.is Brown mun gera nýjan samning við Man Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chelsea heldur Man Utd á tánum

Michael_Essien_scores_Everton_v_Chelsea_795549Spennan heldur áfram í Ensku úrvalsdeildinni en Chelsea náði enn einum 1-0 sigrinum í kvöld þegar þeir mættu Everton á Goodison Park. Essien skoraði rétt fyrir hálfleik og var það nóg til að landa sigri. Ég horfði nú á fyrstu 35 mínúturnar og fannst nú Everton vera komið vel inn í leikinn en seigla Chelsea náði enn og aftur að knýja fram sigur. 

Þetta Chelsea-lið er alveg hreint ótrúlegt, með breiðan og góðan hóp og fara áfram á ótrúlegri seiglu. Það er ekki létt leikandi sóknarboltanum að þakka heldur vel skipulögðum og öguðum leik. Leiðinlegum á köflum en árangursríkum. Nú bara verða ManUtd að vinna Blackburn úti um helgina svo að þeir þurfi ekki að fara á Stamford Bridge til þess nauðsynlega að sækja 3 stig. Chelsea hefur ekki tapað á brúnni í deildinni í 80 leikjum í röð svo það gæti orðið nokkuð erfitt. 

Ég get þó glaðst yfir einu og það er að ég tippaði á Chelsea sigur og er því örlítið ríkari fyrir vikiðHappy


mbl.is Chelsea hirti þrjú stig á Goodison Park
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Everton tekur stig af Chelsea í kvöld?

1024_B96

Ég held að það sé nokkurn vegin á hreinu að Man Utd menn eiga eftir að styðja Everton og Liverpool menn eiga eftir að styðja Chelsea í kvöld.  Það er mikið undir fyrir bæði Everton og Chelsea þar sem þau eru bæði að berjast á toppnum, annað við Man Utd um topp sætið og hitt um meistaradeildar sæti við Liverpool. Ég held nú samt að það þurfi mikið að gerast til að Everton nái Liverpool eins og Liverpool er að spila þessa dagana.

Ég gæti trúað að leikurinn á þriðjudaginn nk. á móti Liverpool eigi eftir að sitja í Chelsea mönnum í kvöld og þeir eiga eftir að tapa stigum.  Everton hefur aftur á móti bara að fjórða sætinu að keppa og hafa hugann 100% við þennan leik. Þetta eru kannski bara draumórar í mér, ég veit ekki.

Everton liðið er vængbrotið á miðjunni þegar vantar Osman og Arteta en það er töluverð blóðtaka. Það hefur ekki jafn mikil áhrif á Chelsea þegar vantar Lampard og Drogba þar sem þeir eru með töluvert breiðari hóp, þótt að það sé svo sannarlega slæm tíðindi fyrir þá.

Ég mun alla veganna fylgjast með þessum leik með öðru auganu og vona það besta, nú ef það fer illa þá treysti ég alveg mínum mönnum til að klára þettaCool


mbl.is Tekst Chelsea að saxa á forskot Man Utd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaka lætur verkin tala og fer alla leið

Það er gaman að vera hluti af svo öflugu og framtaksömu fólki eins og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, er í raun. Frá því frumvarp um opinbera háskóla var lagt fram hefur sérstakur hópur innan Vöku leigið yfir því til að taka það sem gott er og það sem betur mætti fara, allt með hagsmuni stúdenta fyrir brjósti.

Úr því varð greinagerð sem er félaginu til mikils sóma. Það má sjá á þessu að Vaka er ávallt með puttann á púlsinum og sefur aldrei á verðinum í hagsmunabaráttu stúdenta. Með Kristján Frey Kristjánsson oddvita Vöku fremstan í flokki höfum við leitt þessa umræðu fyrir hönd stúdenta með glæsibrag.

Baráttan heldur áfram á morgun en þá verður málþing um frumvarpið klukkan 11 í stofu 101 í Háskólatorgi þar má fastlega búast við skemmtilegum og fróðlegum umræðum þingmanna og stúdenta.

Framsögufólk er eftirfarandi:

Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis
Katrín Júlíusdóttir, menntamálanefnd Alþingis
Katrín Jakobsdóttir, menntamálanefnd Alþingis
Höskuldur Þórhallsson, menntamálanefnd Alþingis
Jón Magnússon, menntamálanefnd Alþingis
Kristján Freyr Kristjánsson, fjármálanefnd Stúdentaráðs
 

 

 


mbl.is Harma tillögur um að fækka fulltrúum stúdenta í háskólaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður alveg svakalegt

Ég verð nú að viðurkenna að maður er orðinn frekar spenntur fyrir þessum leikjum milli Man.Utd og Barcelona í meistaradeildinni, og það bara eykst með hverjum deginum. Ég held það sé alveg á tæru að þessir leikir verða hin besta skemmtun og ómögulegt að segja til um úrslitin. Það er alveg satt sem Eiður seigir að sennilega verður það dagsformið sem ræður úrslitum ef liðin ná að stilla upp sínum sterkustu liðum.

Ætla að rifja hérna upp leik milli þessara liða í meistaradeildinni frá riðlakeppninni tímabilið 98-99. Það væri ekki slæmt að fá svona leik á Nou Camp þótt ég vonist nú auðvitað eftir sigri.

 


 


mbl.is Eiður Smári: Verðum að spila okkar bestu leiki til að slá Man Utd út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ályktun Vöku vegna frumvarps til laga um opinbera háskóla

124.200Vaka félag lýðræðissinnaðra stúdenta hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna frumvarps til laga um opinbera háskóla.

,,Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, harmar að nýtt frumvarp til laga um opinbera háskóla feli í sér fækkun fulltrúa stúdenta í háskólaráði.

Háskólasamfélagið samþykkti nýlega að fulltrúar stúdenta í háskólaráði yrðu tveir, Einnig var samþykkt að stúdentar fengju seturétt í öllum helstu nefndum, og var þar miðað við fimmtung setufulltrúa. Með þessari breytingu á skipan háskólaráðs fækkar fulltrúum nemenda úr tveimur af tíu niður í einn af sjö, eða úr 20% nefndarmanna niður í 14.3%.

Um 80% þeirra sem starfa innan veggja Háskóla Íslands eru stúdentar, og telur Vaka því eðlilegt að fulltrúar þeirra hafi raunverulegt vægi á æðstu stjórnunarstigum skólans.

Vaka leggur til að háskólaráð verði framvegis skipað átta fulltrúum; tveimur frá stúdentum, tveimur frá háskólasamfélaginu, tveimur frá menntamálaráðuneytinu og tveimur völdum af þeim fulltrúum sem fyrir eru í háskólaráði.

Vaka harmar einnig að í frumvarpinu sé háskólaráði veitt það lögformlega hlutverk að koma með tillögur um hækkun skrásetningargjalda við Háskóla Íslands, enda eru skrásetningargjöld ekkert annað en skólagjöld að mati Vöku.

Vaka fagnar því að löggjafinn boði breytingar sem félagið hefur lengi barist fyrir, til að mynda skilvirkari stjórnsýslu, faglegri ráðningum deildarforseta og fleiri breytingum sem frumvarpið felur í sér.

Vaka hvetur ráðamenn þjóðarinnar að vanda til verka við afgreiðslu frumvarpsins.”

Auk ályktunarinnar hefur vaka sent öllum þingmönnum, menntamálanefnd, fjölmiðlum o.fl skýrslu sem dugmiklir vökuliðar hafa unnið að undanfarna daga. Skýrsluna má nálgast HÉR


Besta miðvarðapar Englands að sameinast á ný

Það eru gleðifréttir fyrir ManUtd. menn að Nemanja Vidic skuli vera að snúa aftur eftir meiðsli. Það voru margir hræddir þegar hann meiddist á móti Roma að hann yrði frá út tímabilið og ManUtd. myndi lenda í sömu vandræðum og fyrir ári síðan þegar hann viðbeinsbrotnaði og náði sér ekki nógu vel á strik aftur á tímabilinu. Saman mynda þeir Vidic og Ferdinand sterkustu varnarmiðju á Englandi í dag, og ekki veitir af að hafa þá báða í lagi fyrir komandi átök.

 Stórskemmtilegur leikmaður sem hefur gaman af því að spila og er ekki með neitt kjaftæði.

 


 


mbl.is Vidic byrjaður að æfa á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband