Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ekki ásættanlegt fyrir Stúdenta

Ef enginn hækkun verður á krónutölu til Lánasjóðs Íslenskra námsmanna er um gífurlega kjaraskerðingu að ræða til námsmanna. Það er mín skoðun að með þessari ákvörðun er gengið mjög nærri lögum sjóðsins en þar stendur „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög þessi tækifæri til náms án tillits til efnahags." Með því að halda framfærslu við 100.000 krónurnar er verið að gera háskólamenntun að forréttindum hina ríku. Eins og framfærslan er reiknuð núna er gert ráð fyrir að námsmaður geti unnið sér inn rúma milljón yfir sumarið en það eru mjög óraunhæfar tölur. Atvinnumöguleikar námsmann hafa dregist saman frá því sem áður var og núna er útlit fyrir að stór hluti þeirra nái ekki endum saman. Þá er eina leiðin ef ekki vinna fæst að leita til einhverskonar bóta, hvort sem er félagslegur styrkur sveitarfélaga eða atvinnuleysisbætur.  

Við núverandi stöðu í þjóðfélaginu er ljóst að fjármagnsþörf Lánasjóðsins mun aukast frá undangengnu skólaári, fjölgun námsmanna er veruleg og ljóst þykir að námsmenn munu í auknum mæli leita eftir aðstoð frá LÍN. Í dag eru þúsundir námsmanna lánþegar hjá LÍN og eru lánin ein af undirstöðum jafnréttis til náms. Mikilvægara er því nú en nokkru sinni fyrr að reisa skjaldborg um Lánasjóðinn og tryggja honum það fjármagn sem hann þarf til að sinna hlutverk sínu við að tryggja þeim námsmönnum sem falla undir lög um sjóðinn, tækifæri til náms án tillits til efnahags.

Með fjárfestingu ríkisins í LÍN er verið að fjárfesta í framtíðinni. Fjárfestingin skilar sér margfalt til baka í vel menntaðri kynslóð sem tekur virkan þátt í að efla íslenskt þjóðfélag.

Námsmannahreyfingarnar munu ekki skrifa undir þessar úthlutunarreglur án frekari  hækkanna. Boðað hefur verið til samstöðufundar námsmanna við Austurvöll fimmtudaginn næstkomandi  11. júní. Fundurinn hefst kl. 16:00 og eru námsmenn allir hvattir til að mæta, sýna samstöðu og mótmæla því skelfilega ástandi sem stúdentar munu búa við næsta vetur, verði ekkert að gert!


mbl.is Ekkert svigrúm til hækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband