Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tippbankadeildin

Þá fer boltinn að rúlla hérna heima og eru margir orðnir spenntir fyrir sumrinu. Sú breyting verður á Landsbankadeild karla í sumar að nú eru 12 lið í deildinni í stað 10 og því spilaðar 22 umferðir. Þar sem útlit er fyrir að spennan verði í algleymingi í sumar höfum við ákveðið að stofna Tippbanka og setja á laggirnar Tippbankadeild. Leikurinn er nokkuð einfaldur þar sem aðeins einu sinni er tippað og svo er bara að fylgjast með í sumar og vona það besta.

Leikreglur eru að þátttakendur fylla út meðfylgjandi skjal með spá sinni um deildina og ýmsa tölfræði. Einnig þarf að koma fram á skjalinu nafn liðsins sem skráir sig til keppni ásamt réttu nafni þátttakanda. Það kostar 2000 kr að vera með og fer sá peningur í vinningspott, greitt er inn á reikning 0111-05-271476 kt. 040982-4189.  

Stigagjöf er eftirfarandi..

1. Hálfnuð deild (11 umferðir) (1 stig fyrir rétt lið í sæti)

2. lokastaða í deild (1 stig fyrir rétt lið í sæti)

3. 3 markahæstu (3 stig fyrir réttan mann í sæti, 1stig fyrir að vera í vitlausu sæti í topp 3 )

4. Liðið sem fær fæst mörkin á sig (3 stig)

5. Lið sem skorar flest (3stig)

6. Lið sem fær flest mörk á sig (3 stig)

7. Lið sem skorar fæst mörk (3 stig)

8. Hverjir koma upp úr 1. deild (1 stig á lið)

Eftir lokaumferð fær sá sem er með flest stig allan pottinn. Ef tveir keppendur eða fleiri eru með jafn mörg stig deilist fjárhæðinn jafnt á þá. Til að vera með þarf að senda skjalið útfyllt á tippbankinn@gmail.com einnig þarf að senda greiðslukvittun þegar búið er að borga á sama mail. Þurfa þessi mail að vera kominn áður en flautað er til leiks í fyrstu umferð laugardaginn 10. maí kl. 14:00. Þeir sem eru ekki búnir að borga eða senda sína spá fyrir þennan tíma fá ekki inngöngu.

Í mailinu sjálfu þarf einnig að koma fram fullt nafn þátttakenda, kennitala og sími. Aldurstakmark er 18 ár.

Hugmyndin er síðan að setja af stað síðu þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála í keppninni. Það gefur augaleið að eftir því sem fleiri skrá sig verða verðlaunin veglegri svo það er um að gera að vera með og fá vinina með.

Góða skemmtun og gleðilegt fótboltasumar

Ingólfur og Atli Bankastjórar


mbl.is Valur sigraði í Meistarakeppni KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klassa færsla hér á ferð...

 Gastu ekki tengt þetta við einhverja frétt á mbl.is til þess að fá almennileg viðbrögð við þessum leik?

Kári (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:11

2 identicon

Sé að þú hefur gert það , haha.. góður.

Kári (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband