Höfundur

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Eyfellingur sem fluttist til höfuðborgarinnar til að freista gæfunnar og stundar nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Fangelsismál

Það eru nú sennilega komnar 2 eða 3 vikur síðan ég stofnaði þetta blogg, en að eitthverjum völdum hef ég ekki enn komið mér í að blogga. Það var svo í gær sem ég gat ekki setið á mér lengur og ég bara varð að koma skoðunum mínum á framfæri.

Ég horfði á Ísland í dag í gær eins og ég reyni oftast að gera og var verið að tala um fangelsismál. Voru þar mættir í settið til hennar Ingu Lindar þeir Ari Thorarensen fangavörður á Litla Hrauni og Erlendur S. Baldursson afbrotafræðingur hjá fangelsismálastöfnun. Tilefnið var að fangelsismálastofnun vísaði frá áskorun fangavarða um uppbyggingu ríkisfangelsis á Litla Hrauni þar sem hún er ekki byggði á faglegum forsendum.

Ég er nú í skóla og finnst mikilvægt að fólk mennti sig til að komast lengra í sínu lífi og byggja upp betra þekkingarsamfélag. En það sem fer mikið í taugarnar á mér er menntasnobb og þegar menn gera lítið úr fólki með reinslu úr skóla lífsins, en eins og við vitum er hægt að læra mikið af lífinu sjálfu. Erlendur sýndi að mínu mati í þessu viðtali hroka og yfirgang. Hann sér fyrir sér að byggja frekar nýtt fangelsi á Hólmsheiði heldur en að byggja upp það sem er á Litla Hrauni því Eyrabakki er svo langt í burtu, heilir 40 km. Þegar hann er spurður hvort það sé ekki slæmt vegna þeirrar vinnu sem Skórægtarfélag Reykjavíkur hefur lagt í þennan stað segist hann ekki vera sérfræðingur í skórægt og glottir. Þetta er ekki svar og má að þessu geta að honum er eiginlega slétt sama bara meðan hann fái sínu framgengt.

Svo tala hann einnig um vegalengdina á Litla Hraun og segir að Ari þurfi að ferðast í heila tvo tíma fram og til baka í þetta viðtal en það hafi bara tekið hann fimm mín. Það sé allt of langt fyrir aðstandendur fanga að þurfa að keyra 40 km. til að heimsækja ættingja en það gerir 2080 km á ári ef þeir fara einu sinni í viku.. Þetta finnst mér ekki mikið, ef ég ætla að heimsækja ættingja mína þá þarf ég að keyra 150 km. og ef ég ætla einu sinni í viku er það 7800 km á ári. Þar sem foreldra mínir búa þurfa þau að fara 40 km bara til að komast í verslun og þjónustu og er það kannski 2-3 í viku. Ég er ekki að sjá vandamálið með þessa vegalengd á Eyrabakka. Það er spurning hvort þarna séu hagsmunir fanga settir fram yfir hagsmuni starfsfólks. Er ekkert mál fyrir starfsfólk fangelsisins að keyra þessa vegalengd í vinnu. Eða eiga þeir sem ekki geta unnið lengur á Litla Hrauni bara að flytja til Reykjavíkur frá Eyrabakka.

Við Íslendingar erum mjög duglegir að bera okkur saman við nágranalöndin en þegar Ari kom með dæmi um að annarstaðar væri það talið gott að hafa fangelsi utan borgarmarka var það eina sem Erlendur gat sagt "við erum ekki í útlöndum"og glottir. Þvílíkur hroki í þessu svari!

Þarna sé ég ekki betur en að það sé bara verið að reyna koma enn einni stofnuninni til Reykjavíkur í stað þess að grípa þetta tækifæri til að efla byggð úti á landi. Þetta er nú ekkert stórmál, það tekur 30-40 mín að keyra þetta. Þarna sýnist mér bara menntasobbið í Erlandi vera að stjórna honum, hann neytar að viðurkenna að kannski hafa þessir fangaverðir eitthvað til síns máls. En þar sem hann er menntaður afbrotafræðingur verður hann að vita betur, ég meina þessir fangaverðir hafa ekki nema tugi ára reynslu í samskiptum við fanga.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Tek heilshugar undir það sem þú segir og Erlendur virkaði afar hrokafullur í viðtalinu svo að ekki sé meira sagt.

Georg P Sveinbjörnsson, 8.11.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband